Í sérsaumuðum Chanel kjólum á frönsku riveríunni

Brúðkaup | 26. apríl 2023

Í sérsaumuðum Chanel kjólum á frönsku riveríunni

Fyrirsætan Sofia Richie, dóttir söngvarans Lionel Richie, og Elliot Grainge, sonur framkvæmdastjóra Universal Music Group, gengu í það heilaga á frönsku riveríunni síðastliðna helgi við glæsilega athöfn.

Í sérsaumuðum Chanel kjólum á frönsku riveríunni

Brúðkaup | 26. apríl 2023

Sofia Richie og Elliot Grainge gengu í það heilaga við …
Sofia Richie og Elliot Grainge gengu í það heilaga við glæsilega athöfn á du Cap-Eden-Roc lúxushótelinu á frönsku riveríunni. Samsett mynd

Fyrirsætan Sofia Richie, dóttir söngvarans Lionel Richie, og Elliot Grainge, sonur framkvæmdastjóra Universal Music Group, gengu í það heilaga á frönsku riveríunni síðastliðna helgi við glæsilega athöfn.

Fyrirsætan Sofia Richie, dóttir söngvarans Lionel Richie, og Elliot Grainge, sonur framkvæmdastjóra Universal Music Group, gengu í það heilaga á frönsku riveríunni síðastliðna helgi við glæsilega athöfn.

Brúðkaupið var haldið á hinu stórkostlega lúxushóteli du Cap-Eden-Roc í Antibes, en hótelið er þekkt fyrir merka sögu sem teygir sig meira en 150 ár aftur í tímann og mikinn lúxus.

Nýgiftu hjónin hafa verið saman síðan í apríl 2021, en Grainge fór á skeljarnar í apríl ári seinna. Þau héldu glæsilegt trúlofunarpartí í lok maí 2022 þar sem öllu var til tjaldað. 

Sérsaumaðir kjólar frá París

Brúðarkjóll Richie hefur vakið mikla athygli, en hann var sérsaumaður af tískuhúsinu Chanel í París. Tískutímaritið Vogue fékk að fylgjast með ferlinu, en brúðarkjóllinn var hvítur á litinn og skreyttur fallegum perlum og pallíettum.

„Við bjuggum til toppinn á þessum kjól og gerðum hann brúðarlegan. Þetta er svo töfrandi. Ég held satt að segja að Elliot muni elska kjólinn. Hann er stærsta klappstýran mín þegar kemur að klæðnaði,“ sagði Richie í samtali við Vogue og bætti við í gríni: „Ef hann grætur ekki þá verð ég mjög leið.“

View this post on Instagram

A post shared by Vogue (@voguemagazine)

Borðaði pizzu og franskar í Chanel kjól

Richie klæddist einnig sérsniðnum Chanel kjól á æfingakvöldverðinum sem fór fram síðastliðinn föstudag. 

Að athöfn lokinni ákvað Richie svo að klæðast stuttum hvítum kjól með kamelíublómi framan á í eftirpartíinu. „Ég get dansað og ég get hreyft mig. Ég elska það. Þetta er hefðbundinn Chanel kjóll. Ég ætla að borða pizzu og franskar í þessum kjól,“ útskýrði hún.

Brúðkaupið var stjörnum prýtt, en þangað mættu að sjálfsögðu foreldrar Richie auk systur hennar, Nicole Richie og eiginmanns hennar, Joel Madden. Þá voru Paris Hilton og Carter Reum viðstödd athöfnina auk Cameron Diaz og Benji Madden.

mbl.is