„Ég vil helst byrja að hlusta á jólalög í september“

Heimili | 10. desember 2023

„Ég vil helst byrja að hlusta á jólalög í september“

Fagurkerinn Tania Lind Fodilsdóttir hefur alla tíð verið mikið jólabarn og segist helst vilja byrja hlusta á jólalög í september. Tania er nýbökuð móðir, en hún eignaðist sitt fyrsta barn ásamt kærasta sínum Heimi Þór Morthens í febrúar síðastliðnum. Í ár munu þau því halda upp á fyrstu jólin með dóttur sinni.

„Ég vil helst byrja að hlusta á jólalög í september“

Heimili | 10. desember 2023

Tania Lind Fodilsdóttir er mikill fagurkeri.
Tania Lind Fodilsdóttir er mikill fagurkeri. Samsett mynd

Fagurkerinn Tania Lind Fodilsdóttir hefur alla tíð verið mikið jólabarn og segist helst vilja byrja hlusta á jólalög í september. Tania er nýbökuð móðir, en hún eignaðist sitt fyrsta barn ásamt kærasta sínum Heimi Þór Morthens í febrúar síðastliðnum. Í ár munu þau því halda upp á fyrstu jólin með dóttur sinni.

Fagurkerinn Tania Lind Fodilsdóttir hefur alla tíð verið mikið jólabarn og segist helst vilja byrja hlusta á jólalög í september. Tania er nýbökuð móðir, en hún eignaðist sitt fyrsta barn ásamt kærasta sínum Heimi Þór Morthens í febrúar síðastliðnum. Í ár munu þau því halda upp á fyrstu jólin með dóttur sinni.

Tania hefur gott auga fyrir fallegum jólaskreytingum, en hún segist vera minimalísk í skreytingum þótt hún byrji að skreyta um miðjan nóvember. Tania hefur einnig mikinn áhuga á tísku en hún starfar sem markaðsstjóri hjá NTC sem rekur tólf verslanir á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal GK Reykjavík, Gallerí 17 og GS Skór.

Tania er nýbökuð móðir og hlakkar til að halda upp …
Tania er nýbökuð móðir og hlakkar til að halda upp á fyrstu jólin með dóttur sinni.

 Ert þú mikið jólabarn?

„Ég er rosalegt jólabarn og hef alltaf verið. Ég vil helst byrja að hlusta á jólalög og horfa á jólamyndir í september en það eru ekki alveg allir þar á heimilinu svo ég neyðist til að bíða með jólalögin fram í lok október.“

Hvað kemur þér í jólaskap?

„Það sem kemur mér hvað mest í jólaskap er að rölta um miðbæinn að kvöldi til með heitt kakó og njóta. Svo elska ég öll matarboðin, spilakvöldin og kósykvöldin sem fylgja jólunum.“

Hvernig verða jólin hjá þér í ár?

„Við litla fjölskyldan ætlum að halda jólin heima í ár og bjóða fjölskyldunum okkar. Gerðum það í fyrra nema þá var ég á steypinum með Ísabellu svo það var aðeins öðruvísi og við lofuðum að við myndum aldrei gera þetta aftur haha. En hérna erum við að fara halda jólin aftur. Við elskum að bjóða í mat og hafa gaman svo það kom ekki annað í mál.“

Hvenær byrjar þú að skreyta fyrir jólin?

„Um miðjan nóvember byrja ég að setja upp jólastjörnuna í gluggann og svo smátt og smátt bæti ég við skreytingum hér og þar.“

Tania byrjar að skreyta heimilið um miðjan nóvember.
Tania byrjar að skreyta heimilið um miðjan nóvember.

Hvernig skreytir þú fyrir jólin?

„Ég er ofboðslega minímalísk í skreytingum og rosalega óþolinmóð svo það hentar mér ekki að flækja hlutina of mikið. Ég skreyti ekki mikið en það sem ég geri alltaf er að ég kaupi fallegar greinar og köngla sem ég nota í aðventukrans og set í blómavasa. Svo er ég með greni og ljós úti á palli og finnst ekkert meira „hygge“ en að horfa út þegar það er dimmt og sjá ljósin í myrkrinu.“

Hvaða skraut er ómissandi fyrir jólin?

„Fallegur aðventukrans og gott jólakerti. Ég á ótrúlega fallegan aðventukertakrans frá Bisou sem ég skreyti með könglum – það kemur svo vel út. 

Er einnig búin að mynda smá hefð með að kaupa alltaf aðventu jólakertið frá Ferm Living. Hef keypt þetta kerti núna í örugglega fimm ár, þetta kerti er gjörsamlega ómissandi. Þetta kerti kallar inn jólin á mínu heimili.“

Fallegur aðventukrans er ómissandi á jólunum, en þessi er frá …
Fallegur aðventukrans er ómissandi á jólunum, en þessi er frá danska hönnunarmerkinu Ferm Living.

Ertu búin að ákveða hvernig þú ætlar að leggja á borð fyrir jólin?

„Nei ekki ennþá en ég mun eflaust vera með svipað „setting“ og í fyrra. Var með hördúk á borðinu svo var ég með diska og súpuskálar og skreytti með litlu greni sem fór í hverja skál. Er mikil kertamanneskja svo ég skreyti borðið einnig með kertum.“

Jólaborðið var virkilega fallegt á síðasta ári, en Tania gerir …
Jólaborðið var virkilega fallegt á síðasta ári, en Tania gerir ráð fyrir því að það verði svipað í ár.

Pallíettuflíkin ómissandi yfir hátíðirnar

Tania Lind er einnig mikill tískuunnandi og lýsir fatastíl sínum sem afslöppuðum og tímalaus. „Ég er mjög minimalísk í klæðnaði og er mikið í stílhreinum flíkum sem ég síðan dressa upp með „statement“ yfirhöfnum og stígvélum eða strigaskóm,“ segir hún. 

Hvað er ómissandi í fataskápinn yfir hátíðirnar?

„Pallíettuflík og falleg yfirhöfn! Það er ekkert meira jóla en pallíettuflík og stór og mikil yfirhöfn fyrir allt miðbæjarröltið sem maður tekur um jólin.“

Kaupir þú þér alltaf nýtt dress fyrir jólin?

„Nei alls ekki, ég hef ekki keypt mér nýtt jóladress síðan 2020. Ég keypti ótrúlega fallegan pallíettukjól í GK Reykjavík árið 2020 sem ég var í um áramótin, svo var ég aftur í honum um jólin 2021. Elska flíkur sem maður getur notað aftur og aftur!“

Tania gerði góð kaup árið 2020 þegar hún keypti þennan …
Tania gerði góð kaup árið 2020 þegar hún keypti þennan fallega pallíettukjól.

Hvert er eftirminnilegasta hátíðardressið þitt?

„Klárlega pallíettukjóllinn minn úr GK Reykjavík. Hann er svo ótrúlega stílhreinn í sniði, með axlapúðum og „chic“. Elska hann!“

Ertu búin að ákveða í hverju þú verður þessi jólin?

„Nei ég er ekki komin svo langt, ég legg meira upp úr áramóta dressinu en jóla dressinu. Vil helst vera í einhverju þægilegu eins og dragt eða pilsi um jólin þar sem maður er bara heima í kósí með fjölskyldunni og svo um áramótin finnst mér ekkert skemmtilegra en að dressa mig upp í smá glamúr.“

Hvað er ómissandi í snyrtibudduna yfir hátíðirnar?

„Fallegur varalitur. Gerir svo mikið fyrir mann.“

Hvað er efst á óskalistanum þínum?

„Það er eitt á óskalistanum í ár og það er yfirhöfn frá hönnuðinum Charlotte Simone. Ég er mikill sökker fyrir yfirhöfnum og flíkurnar hennar eru algjörar „statement“ flíkur – elska svoleiðis flíkur, engin eins. Dyson hármótunartækið er einnig ofarlega á listanum og hefur verið lengi.

Svo eru töskurnar frá Loewe í miklu uppáhaldi, ég læt mig dreyma um Flamenco og Puzzle töskuna í khaki lit – svo fallegar og stílhreinar. Annars finnst mér alltaf gaman að fá eitthvað fallegt á heimilið eins og „coffee table“ bækur. Ég er að safna Royal Copenhagen og Frederik Bagger glösum og stelli svo það er alltaf gaman að fá það. Upplifanir slá einnig alltaf í gegn.

Annars verð ég að viðurkenna að því eldri sem ég verð þá minnkar óskalistinn. Jólin eru meira farin að snúast um að búa til minningar með fjölskyldunni og borða góðan mat og njóta.“

Efst á óskalistanum er yfirhöfn frá hönnuðinum Charlotte Simone.
Efst á óskalistanum er yfirhöfn frá hönnuðinum Charlotte Simone.
mbl.is