„Þetta eru sömu skórnir“

Viktor Órban heilsaði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslannds, með virktum fyrir …
Viktor Órban heilsaði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslannds, með virktum fyrir fund Atlantshafsbandalagsins um stöðuna í Úkraínu í gær. Má með sanni segja að stjórnmálaskoðanir þeirra séu býsna ólíkar. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, bað Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, um að velja sér hlið hvað varðar innrás Rússa í Úkraínu. 

Þetta gerði Selenskí í ávarpi sínu á fundi Evrópusambandsins í Brussel. Selenskí mætti á fundinn í gegnum fjarfundabúnað. 

Orbán hefur lengi vel verið sá þjóðarleiðtogi innan Evrópusambandsins sem er hvað hliðhollastur Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

„Hlustaðu á mig Viktor, áttar þú þig á því hvað er í gangi í Maríupol?“ spurði Selenskí og vísaði til úkraínsku hafnarborgarinnar sem hefur setið undir stanslausum árásum rússneska hersins að undanförnu.

Selenskí mætti á fund Evrópusambandsins í gegnum fjarfundabúnað.
Selenskí mætti á fund Evrópusambandsins í gegnum fjarfundabúnað. AFP/Úkraínska forsetaembættið

Tengdi atburðina við fjöldamorð í Ungverjalandi

Selenskí kom inn á „sorglega sögu“ Ungverjalands í ávarpi sínu og þess þegar hann heimsótti minnisvarða um ungverska gyðinga sem voru skotnir við ána Dóná á árunum 1944 og 1955 af fasistum á svæðinu. 

Útskornir járnskór eru við bakka árinnar í Ungverjalandi til minnis um karlmennina, konurnar og börnin sem voru neydd til þess að fara úr skónum sínum áður en þau voru skotin. 

„Ef þú getur, farðu þá að bakkanum og horfðu á þessa skó. Þá muntu sjá að fjöldamorð geta átt sér stað aftur í nútímaheimi. Það er einmitt það sem Rússland er að gera í dag. Þetta eru sömu skórnir. Í Maríupol er sama fólkið. Fullorðnir og börn. Afar og ömmur. Þúsundir þeirra. Þessar þúsundir eru farnar og þú ert efins um það hvort þú eigir að beita refsiaðgerðum,“ sagði Selenskí og beindi orðum sínum beint að Orbán. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka