Sunak eða Truss næsti forsætisráðherra Bretlands

Liz Truss og Rishi Sunak eru tvö eftir í leiðtogakjörinu.
Liz Truss og Rishi Sunak eru tvö eftir í leiðtogakjörinu. AFP

Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, og Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, standa nú tvö eftir í leiðtogakjöri breska íhaldsflokksins eftir atkvæðagreiðslu þingmanna flokksins í dag.

Annað þeirra mun því taka við af Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sem leiðtogi flokksins og sem forsætisráðherra.

Sunak var enn á ný efstur með 137 atkvæði en Truss hlaut 113 atkvæði. Penny Mordaunt, viðskiptaráðherra Bretlands, fékk fæst atkvæði, 105 talsins, og er hún því úr leik.

Nú er það undir 160.000 íhaldsflokksmönnum komið að velja leiðtoga flokksins. Kosningunni lýkur 2. september og 5. september verður tilkynnt um nýjan forsætisráðherra Bretlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert