Förðunin sem stal senunni í Top Gun

Förðunartrix | 25. júní 2022

Förðunin sem stal senunni í Top Gun

Nýja Top Gun myndin, Top Gun: Maverick var frumsýnd hérlendis hinn 25. maí síðastliðinn og hefur notið mikilla vinsælda. Þó myndirnar séu oft kenndar við mikinn hasar og spennu þá vakti ofurmyndarlega leikkonan Jennifer Connely mikla athygli í myndinni, enda sérlega fallega förðuð. 

Förðunin sem stal senunni í Top Gun

Förðunartrix | 25. júní 2022

Leikkonan Jennifer Connely fer með hlutverk Penny Benjamin í nýju …
Leikkonan Jennifer Connely fer með hlutverk Penny Benjamin í nýju Top Gun kvikmyndinni. Skjáskot/Instagram

Nýja Top Gun myndin, Top Gun: Maverick var frumsýnd hérlendis hinn 25. maí síðastliðinn og hefur notið mikilla vinsælda. Þó myndirnar séu oft kenndar við mikinn hasar og spennu þá vakti ofurmyndarlega leikkonan Jennifer Connely mikla athygli í myndinni, enda sérlega fallega förðuð. 

Nýja Top Gun myndin, Top Gun: Maverick var frumsýnd hérlendis hinn 25. maí síðastliðinn og hefur notið mikilla vinsælda. Þó myndirnar séu oft kenndar við mikinn hasar og spennu þá vakti ofurmyndarlega leikkonan Jennifer Connely mikla athygli í myndinni, enda sérlega fallega förðuð. 

Förðun leikkonunnar einkenndist af sólkysstri og ljómandi húð ásamt fallegri augnförðun. Á dögunum gaf Vasilios Tanis, förðunarfræðingur Connely upp leyndarmálin á bak við förðun hennar. 

Tanis segir algjört lykilatriði að undirbúa húðina vel. Þó að farði, hyljari og sólarpúður séu vissulega mikilvæg tól til að skapa ljómandi húð, þá segir hann góðar húðvörur vera ómissandi.

Við eltumst flest við sólkyssta húð, en Tanis notaði þó ekki brúnkukrem til að ná því fram heldur notaði hann svokallaða „líkamsförðun“ þar sem hann blandaði nokkrum vörum saman til að ná fram sólkysstri húð Connelly. 

„Ég notaði Healthy Glow Bronzing Cream og Luminizing Blush Powder frá Chanel líka á líkama hennar, ekki bara andlitið,“ sagði Tanis. 

Til að ná fram sólkysstri, ljómandi húð notaði Tanis krem …
Til að ná fram sólkysstri, ljómandi húð notaði Tanis krem sólarpúður frá Chanel á líkama og andlit Conneley. Ljósmynd/Chanel.com
Ljómandi kinnalitur frá Chanel gefur Conneley einstakan ljóma.
Ljómandi kinnalitur frá Chanel gefur Conneley einstakan ljóma. Ljósmynd/Chanel.com

Tanis notaði ljómavörur til að birta upp augu og varir Connely. Hann notaði hlutlausa augnskugga og gylltan augnblýant. „Ég notaði augnblýant frá MAC sem heitir Power Surge, sem er leynivopnið mitt og fer í vatnslínuna og neðri augnháralínuna.“

Leynivopn Tanis er gylltur augnblýantur frá MAC.
Leynivopn Tanis er gylltur augnblýantur frá MAC. Ljósmynd/Maccosmetics.com

Markmið Tanis var að ná fram náttúrulegum vörum með smá glans, en hann notaði Les Beiges Healthy Glow á varirnar. 

Tanis notaði varalit frá Chanel til að ná fram náttúrulegum …
Tanis notaði varalit frá Chanel til að ná fram náttúrulegum og ljómandi vörum á Conneley. Ljósmynd/Chanel.com
mbl.is