„Förðun er eins og hugleiðsla fyrir mér“

Förðunartrix | 1. ágúst 2022

„Förðun er eins og hugleiðsla fyrir mér“

Förðunarfræðingurinn Guðrún Helga Sørtveit hóf feril sinn á samfélagsmiðlum árið 2015 með það að markmiði að fá til sín fleiri viðskiptavini í förðun. Hún varð fljótt vinsæl og hefur miðill hennar blómstrað síðan þá, en í dag starfar Guðrún eingöngu á samfélagsmiðlum þar sem hún er með fjölda fylgjenda sem halda mikið upp á einlæga og hlýja framkomu hennar.

„Förðun er eins og hugleiðsla fyrir mér“

Förðunartrix | 1. ágúst 2022

Förðunarfræðingurinn Guðrún Helga Sørtveit segir góða bursta ómissandi í snyrtibudduna.
Förðunarfræðingurinn Guðrún Helga Sørtveit segir góða bursta ómissandi í snyrtibudduna.

Förðunarfræðingurinn Guðrún Helga Sørtveit hóf feril sinn á samfélagsmiðlum árið 2015 með það að markmiði að fá til sín fleiri viðskiptavini í förðun. Hún varð fljótt vinsæl og hefur miðill hennar blómstrað síðan þá, en í dag starfar Guðrún eingöngu á samfélagsmiðlum þar sem hún er með fjölda fylgjenda sem halda mikið upp á einlæga og hlýja framkomu hennar.

Förðunarfræðingurinn Guðrún Helga Sørtveit hóf feril sinn á samfélagsmiðlum árið 2015 með það að markmiði að fá til sín fleiri viðskiptavini í förðun. Hún varð fljótt vinsæl og hefur miðill hennar blómstrað síðan þá, en í dag starfar Guðrún eingöngu á samfélagsmiðlum þar sem hún er með fjölda fylgjenda sem halda mikið upp á einlæga og hlýja framkomu hennar.

Guðrún er tilvonandi tveggja barna móðir, en hún er búsett í Hafnarfirði ásamt kærasta sínum og tveggja ára dóttur þeirra. Hún er mikill fagurkeri og er dugleg að deila fallegum myndum á miðli sínum, en við fengum að skyggnast í snyrtibuddu Guðrúnar sem deildi með okkur góðum förðunarráðum. 

Guðrún ásamt dóttur sinni.
Guðrún ásamt dóttur sinni.

Hvenær byrjaðir þú að mála þig?

„Mér fannst ég mjög sein miðað við jafnaldra, en þegar ég hugsa til baka þá var ég það alls ekki. Ég byrjaði almennilega að mála mig í tíunda bekk, en þá var förðunarrútínan frekar einföld. Maskari og augabrúnir voru það sem skipti mestu máli og nóg af sólarpúðrinu frá The body Shop. Ég notaði aldrei farða eða hyljara, eina sem ég setti á húðina var Bronzing Gel frá Kanebeo.“

Hvernig farðar þú þig dagsdaglega?

„Oftast reyni ég að halda förðuninni frekar einfaldri og fljótlegri, en ég legg mesta áherslu á fallega og fríska húð. Síðan finnst mér smá eyeliner alveg ómissandi.“

En þegar þú ferð eitthvað fínt?

„Ég geri yfirleitt eitthvað svipað og dagsdaglega nema kannski með ýktari eyeliner eða augnskugga. Húðin er samt alltaf númer eitt, tvö og þrjú hjá mér. Eitt sem ég gæti þó aldrei sleppt eru stök augnhár ef ég er ekki með augnháralengingar, en mér finnst stöku augnhárin gera allar farðanir svo flottar.“

Hvað tekur þig langan tíma að gera þig til?

„Ef ég fengi að ráða þá væri ég til í að hafa tvo til þrjá tíma bara að gera mig til. Það er svo notalegt að gera sig til í rólegheitum og horfa kannski á þátt á meðan. Þetta er svo mikið „me time“ og er förðun eins og hugleiðsla fyrir mér. Það er samt ekki alveg hægt þegar maður er með eina tveggja ára, þannig yfirleitt er ég alltaf að drífa mig að keppast við tímann. Þegar ég get þá leyfi ég mér samt að taka mér góðan tíma.“

Hvað er helst að finna í þinni snyrtibuddu?

„Ég er mjög hrifin af kremvörum þessa dagana en finnst þær gera húðina svo ferska og ljómandi. Mér finnst góður grunnur, til dæmis gott rakakrem, farði og hyljari algjört lykilatriði. Síðan eru góðir burstar mjög mikilvægir að mínu mati.“

Hvert er þitt uppáhaldsförðunartrend?

„Falleg og ljómandi húð. Síðan er ég mjög hrifin af kinnalita trendinu sem er búið að vera áberandi núna, en kinnalitir gera mann svo ferskan.“

Guðrún leggur mikla áherslu á fallega og ljómandi húð.
Guðrún leggur mikla áherslu á fallega og ljómandi húð.

Hvað dreymir þig um að eignast í snyrtibudduna?

„Allt frá Charlotte Tilbury. Ég hef prófað margar vörur frá henni og er alltaf jafn ánægð. síðan eru nokkrar Rare Beauty snyrtivörur á óskalistanum mínum.“

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég reyni að nota mjög hreinar og góðar vörur á húðina, en mér finnst best að vera með einfalda rútínu og bæta frekar inn vörur sem henta hverju sinni. Ég byrja yfirleitt á því að nota mildan hreinsi. Því næst nota í rakavatn eða gel, serum og rakakrem. Ég enda svo yfirleitt á augnkremi og varasalva. Stundum nota ég líka góða olíu þegar húðin mín er þurr og hún gerir magnaða hluti fyrir húðina.“

„Sama hversu þreytt ég er þá verð ég alltaf að gera húðrútínuna mína og finnst mjög notalegt að hlusta á hlaðvarp á meðan, algjört „me time“. Stundum er ég samt mjög þreytt og þá þríf ég bara húðina og skelli á mig rakakremi, það er líka flott.“

Hefur þú þurft að takast á við vandamál tengd húðinni?

„Já og nei. Ég hef yfirleitt verið mjög heppin með húðina mína en hef átt tímabil þar sem húðin fer í algjört rugl. Í þessum heimi í dag þá finnst mér oft mikil pressa á að vera með fullkomna húð sem er bara ekki til. Það er eðlilegt að vera með áferð og bólur, en húðin manns breytist líka oft bara eftir veðrinu.“

„Húðin mín breyttist líka alveg eftir að ég átti stelpuna mína. Ég var alltaf með frekar olíumikla húð en núna er hún frekar þurr og viðkvæm. Þannig mér finnst ég enn vera að kynnast húðinni minni upp á nýtt. Ég reyni því að nota frekar hreinar vörur í minni húðrútínu og fer hægt í að prófa nýjar vörur.“

Guðrún er glæsileg með kúluna sína, en hún á nú …
Guðrún er glæsileg með kúluna sína, en hún á nú von á sínu öðru barni.

Hvað gerir þú til að dekra við þig?

„Mér finnst æðislegt að taka eitt svona dekurkvöld og setja á mig brúnkukrem, rakamaska, nudda húðina með andlitsrúllu og naglalakka mig. Ég horfi oft á skemmtilega þætti eða mynd á meðan, því oft er maður líka bara að horfa á þætti á kvöldin og þá er tilvalið að dekra við sig á meðan. Það gerir allavega ótrúlega mikið fyrir mig og mér finnst ég vakna meira fersk.“

Hvað er á döfinni hjá þér?

„Núna á litli bumbubúinn hug minn allan en það styttist og styttist í hann. En annars var ég að gefa út mína þriðju samstarfslínu með skartgripalínu My Letra sem ég er ótrúlega stolt af. Þetta er svokölluð mömmulína og inniheldur fallegt skart sem var gert með mæður í huga. Síðan er margt spennandi framundan og mér finnst mikil orka hjá öllum eftir kórónuveiru ævintýrið. Ég er búin að fresta því lengi að gera mitt eigið hlaðvarp en það er kannski það næsta sem ég stefni á og fyrst að ég segi það hérna þá verð ég að láta verða að því.“

Í nýjustu samstarfslínu Guðrúnar og My Letra er skartið hugsað …
Í nýjustu samstarfslínu Guðrúnar og My Letra er skartið hugsað sérstaklega fyrir mæður.
mbl.is