Þetta eru hlutirnir sem Íslendingar eru sjúkir í

Heimili | 15. apríl 2023

Þetta eru hlutirnir sem Íslendingar eru sjúkir í

Íslendingar eru með gott auga fyrir fallegri hönnun. Við deilum mörg lúmskum áhuga á því að sjá inn á heimili annarra, sérstaklega ef þau eru falleg, og sækjum gjarnan innblástur þangað. Þar af leiðandi heillumst við oft af sömu húsmununum sem rata gjarnan á óskalistann.

Þetta eru hlutirnir sem Íslendingar eru sjúkir í

Heimili | 15. apríl 2023

Klassísk hönnun sem prýðir mörg falleg íslensk heimili.
Klassísk hönnun sem prýðir mörg falleg íslensk heimili. Samsett mynd

Íslendingar eru með gott auga fyrir fallegri hönnun. Við deilum mörg lúmskum áhuga á því að sjá inn á heimili annarra, sérstaklega ef þau eru falleg, og sækjum gjarnan innblástur þangað. Þar af leiðandi heillumst við oft af sömu húsmununum sem rata gjarnan á óskalistann.

Íslendingar eru með gott auga fyrir fallegri hönnun. Við deilum mörg lúmskum áhuga á því að sjá inn á heimili annarra, sérstaklega ef þau eru falleg, og sækjum gjarnan innblástur þangað. Þar af leiðandi heillumst við oft af sömu húsmununum sem rata gjarnan á óskalistann.

Y-stóllinn

Þeir sem eiga Y-stólinn ekki nú þegar eru líklega með hann ofarlega á óskalistanum enda klassísk hönnun sem stenst tímans tönn. Stólana hannaði Hans J. Wegner fyrir Carl Hansen & Søn árið 1949. 

Klassísk dönsk hönnun sem marga dreymir um.
Klassísk dönsk hönnun sem marga dreymir um. Ljósmynd/Carlhansen.com

Riffluð glös 

Drykkir verða betri þegar þeir eru í fallegum glösum. Riffluð glös hafa verið að gera allt vitlaust upp á síðkastið og þá sérstaklega rifflaða línan frá danska hönnunarmerkinu Ferm Living. Glösin eru afar stílhrein og rifflurnar gefa þeim sterkan karakter. 

Línan frá Ferm Living er sérlega falleg.
Línan frá Ferm Living er sérlega falleg. Ljósmynd/Fermliving.com

N701 sófinn

N701 einingarsófinn frá Ethnicraft hefur notið gríðarlegra vinsælda fyrir þægindi og útlit. Sófinn er afar stílhreinn og fæst í nokkrum litum, en fallegt form sófans hefur heillað Íslendinga upp úr skónum. 

Drapplitaði N701 sófinn hefur vakið sérstaka athygli enda er hann …
Drapplitaði N701 sófinn hefur vakið sérstaka athygli enda er hann afskaplega fallegur húsmunur. Ljósmynd/Ethnicraft

Flowerpot ljós

Hin guðdómlegu Flowerpot ljós hafa tekið yfir íslensk heimili á síðustu mánuðum. Ljósin fást sem loftljós, lampar og veggljós og í öllum regnbogans litum. Ljósið er úr smiðju hins danska Verner Panton og leit fyrst dagsins ljós árið 1967. Það er því óhætt að segja að hönnunin sé klassísk.

Flowerpot-lampi í fagurbláum lit.
Flowerpot-lampi í fagurbláum lit. Ljósmynd/Andtradition.com

Pond spegill

Íslendingar hafa tekið ástfóstri við þennan skemmtilega spegil frá danska hönnunarmerkinu Ferm Living. Spegillinn er skemmtilegur í laginu og passar sérstaklega vel inn á stílhrein skandínavísk heimili. Hann gefur hvaða rými sem er karakter og er í þægilegri stærð. 

Spegillinn er skemmtilegur í laginu. Ávalar línur hans virðast hitta …
Spegillinn er skemmtilegur í laginu. Ávalar línur hans virðast hitta beint í mark hjá Íslendingum. Ljósmynd/Fermliving.com

Little Big stóll

Stóllinn hefur mjúkar línur og er sérlega formfagur, en hann var hannaður af Kristian Sofus Hansen og Tommy Hyldahl árið 2019. Stólinn er hægt að fá í mismunandi litum með mismunandi áferð og þykir mikið heimilisprýði.

Formfagur stóll sem hannaður var árið 2019.
Formfagur stóll sem hannaður var árið 2019. Ljósmynd/Norr11.com

Veggstjaki

Veggstjakarnir sem Haf Studio-hjónin hanna hafa verið gríðarlega vinsælir, enda falleg og einföld hönnun sem lýsir upp hvaða rými sem er. 

Íslensk hönnun sem gleður augað.
Íslensk hönnun sem gleður augað. Ljósmynd/Hafstore.is

Astep 2065

Stílhrein hönnun úr smiðju Gino Sarfatti, en ljósið var hannað árið 1950 og þykir enn þann dag í dag einstakt. Sporerkjulaga kúpull virðist svífa í loftinu og gefur af sér mjúka og hlýja birtu.

Fallegt ljós sem marga dreymir um.
Fallegt ljós sem marga dreymir um. Ljósmynd/Astep.design

String hillukerfið

Sænski arkitektinn Nils Strinning setti hillukerfið String á markað árið 1949, en síðan þá hefur það hlotið fjölmörg hönnunarverðlaun og prýðir ófá heimili fagurkera.

Klassísk hönnun sem býður upp á ótal möguleika og samsetningar.
Klassísk hönnun sem býður upp á ótal möguleika og samsetningar. Ljósmynd/Stringfurniture.com

Pappaljós

Pappaljósin hafa komið sterk inn síðustu ár enda veita þau afar milda og fallega birtu. Danska hönnunarmerkið Hay er með gott úrval af hefðbundnum pappaskermum á meðan &tradition er með pappaskerma í mismunandi formum.

Formakami ljósin frá &tradition eru sérlega falleg.
Formakami ljósin frá &tradition eru sérlega falleg. Ljósmynd/Andtradition.com

Sjöstrand kaffivél

Klassísk skandínavísk hönnun sem er á óskalista margra. Þetta er kaffivélin sem maður vill hafa upp á borði og verður fljótt hluti af fagurfræði eldhússins, enda minimalísk og klassísk hönnun sem gleður augað. 

Minimalísk og einföld hönnun klikkar ekki í eldhúsið.
Minimalísk og einföld hönnun klikkar ekki í eldhúsið. Ljósmynd/Sjostrand.is
mbl.is