Eldur logaði í bifreið

mbl.is/Eggert

Eldur kviknaði í bifreið á bílastæði við Árbæjarkirkju á ellefta tímanum í dag. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang var búið að slökkva eldinn að mestu með duftslökkvitækjum. Eldurinn logaði undir vélarhlífinni.

Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins sakaði engan. Slökkviliðið sprautaði vatni á bílinn til að kæla hann niður og koma í veg fyrir að eldur blossaði upp á nýjan leik. 

Talið er að eldurinn hafi kviknað vegna bilunar. 

Að sögn varðstjórans þá hefur verið hefðbundinn erill í sjúkraflutningum, mest í tengslum við veikindi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert