Nýtt bílastæðahús reist við Smáralind

Verslunarmiðstöðin Smáralind.
Verslunarmiðstöðin Smáralind. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóð Smáralindar, Hagasmára 1. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þriggja hæða bílastæðahús verði reist norðan Smáralindar.

Í tillögunni felst jafnframt að lóðamörk Hagasmára 1 breytist við aðkomugötu frá Fífuhvammsvegi að Smáralind og aðkomugatan hliðrast að hluta til vesturs næst Smáralind.Fyrirkomulag bílastæða og gatnatengingar næst norðurhlið Smáralindar breytist. Lóð Smáralindar mun stækka um tæplega 1.600 fermetra.

Fram kemur í greinargerð með tillögunni að mikil uppbygging hafi átt sér stað í Kópavogsdal, nú síðast sunnan Smáralindar. Aukin umferð og aðsókn í verslanir Smáralindar kalli á fleiri bílastæði. Nýja bílastæðahúsið komi við hlið núverandi bílastæðapalls, sem gengur m.a. yfir Fífuhvammsveg. Núverandi bílastæði eru 170 en verða eftir breytingar 374. Bílastæðum mun því fjölga um 204.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert