Fyrsta vélin lendir skömmu eftir miðnætti

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins, og Víðir …
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins, og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrsta flugvélin sem lendir á Keflavíkurflugvelli eftir að opnað verður á að ferðafólk komi hingað til lands án þess að það fari beint í tveggja vikna sóttkví er væntanleg laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudagsins 15. júní.

Farþegar vélarinnar geta þá valið hvort þeir fari í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í flugstöðinni eða farið í tveggja vikna sóttkví á dvalarstað sínum.

Óskar Reykdalsson, for­stjóri Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, sagðist á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum reikna með að allt yrði klárt fyrir sýnatökur á sunnudagskvöldið.

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði að sætaframboð flugfélaga fyrstu daganna væri á hreinu en óvíst væri hversu mikil nýtingin yrði. Fólk biði oft fram á síðustu stundu með afbókanir á ferðum sínum.

Alls eru mest um 3.000 sæti í boði til landsins næstu vikurnar en Víðir reiknar ekki með því að setið verði í öllum sætum. Í fyrstu vélunum sem væntanlegar eru 15. júní eru bókaðir á bilinu 30 til 100 manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert