Ferðamaðurinn á rétt á bótum

Vélsleðaferðir njóta mikilla vinsælda hjá ferðamönnum.
Vélsleðaferðir njóta mikilla vinsælda hjá ferðamönnum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ferðamaður sem lenti í sjálfheldu ásamt 38 öðrum í vélsleðaferð við Langjökul á vegum fyrirtækisins Mountaineers of Iceland 7. janúar 2020 á rétt á bótum úr ábyrgðatryggingu fyrirtækisins vegna líkamstjóns sem hann hlaut í ferðinni. Þetta kemur fram í samantekt úrskurðarnefndar í vátryggingamálum 2021.

Í gögnum málsins kemur fram að skipuleggjendur ferðarinnar hafi freistað þess að fara ferðina þrátt fyrir að öllum öðrum sleðaferðum á svæðinu hafi verið aflýst vegna slæmrar veðurspár. Þeir hafi ætlað að reyna að ljúka henni áður en veðrið skylli á. Í miðri ferðinni hafi hópurinn svo lent í sjálfheldu vegna veðursins. Þá hafi aðalleiðsögumaður ferðarinnar ákveðið að halda förinni ekki áfram heldur búa til skjól með sleðunum og bíða þar eftir aðstoð.

Ferðamaðurinn lýsir því að hafa þurft að halda kyrru fyrir við vélsleðana í 11 klukkustundir og í kjölfarið u.þ.b. þrjár klst. í óupphituðum bíl á vegum Mountaineers of Iceland, sem keyrt hafði til móts við hópinn. Kveður hann aðstæðurnar og áraunina hafa orðið til þess að hann hafi hlotið ýmsa líkamlega áverka, m.a. bakáverka, verki í brjóstkassa, kal á fingrum og tám, taugaverki, taugabólgu, vöðvaverki, streitu og áfallaröskun. Gerði hann þá kröfu að líkamstjón hans yrði bætt úr ábyrgðartryggingu Mountaineers of Iceland. Tryggingafélag fyrirtækisins hafnaði þó bótaskyldunni á þeim grundvelli að líkamstjón ferðamannsins væri ekki hægt að rekja til skyndilegs og óvænts atburðar.

Úrskurðarnefnd vátryggingamála mat það hins vegar svo að ferðamaðurinn eigi rétt á fullum bótum úr ábyrgðatryggingu fyrirtækisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert