Niðurstaðan snúist ekki um starfsaldursregluna

Isa­via var óheim­ilt að segja starfs­manni upp þegar hann varð …
Isa­via var óheim­ilt að segja starfs­manni upp þegar hann varð 67 ára þar sem upp­sögn­in var aðeins reist á aldri hans. mbl.is/Hallur Már

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir fyrirtækið vera að fara yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála í máli Þorgríms Baldurssonar gegn opinbera hlutafélaginu.

Hann segir að í fljótu bragði sýnist þeim þó niðurstaðan ekki snúast um starfsaldursregluna sem slíka.

Isa­via var óheim­ilt að segja starfs­manni upp þegar hann varð 67 ára þar sem upp­sögn­in var aðeins reist á aldri hans. Þetta er niðurstaða kær­u­nefnd­ar jafn­rétt­is­mála í máli Þorgríms Bald­urs­son­ar gegn op­in­bera hluta­fé­lag­inu.

ASÍ kærði málið fyr­ir hönd manns­ins til nefnd­ar­inn­ar, en byggt er á nýj­um lög­um um jafna meðferð á vinnu­markaði sem tóku gildi 1. sept­em­ber 2018. 

Taka lög­in til þess að ein­stak­ling­ar eigi að hljóta jafna meðferð á vinnu­markaði óháð kynþætti, þjóðern­is­upp­runa, trú, lífs­skoðun, fötl­un, skertri starfs­getu, aldri, kyn­hneigð, kyn­vit­und, kyn­ein­kenn­um eða kyntján­ingu.

„Við hjá Isavia ANS erum að fara yfir úrskurðinn til að meta áhrif hans. Í fljótu bragði sýnist okkur niðurstaðan snúast um framkvæmd starfsloka í þessu tiltekna máli en ekki starfsaldursregluna sem slíka,“ segir Guðjón í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert