Þórarinn gefur kost á sér til formennsku SGS

Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags.
Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags. Ljósmynd/Aðsend

Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, ætlar að gefa kost á sér til formennsku Starfsgreinasambands Íslands (SGS) í ljósi þess að Björn Snæbjörnsson, núverandi formaður, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér.

„Björn hefur reynst farsæll formaður og honum hefur tekist að halda góðum friði og starfsanda innan sambandsins í sinni formannstíð,“ segir í tilkynningu frá Þórarni

„Nái ég kjöri, mun ég beita mér fyrir því að sætta ólík sjónarmið með virku samráði við forystu allra félaga innan SGS... Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að Starfsgreinasambandið sé það afl sem getur með samtakamættinum náð afgerandi árangri fyrir félagsmenn.“

Kosið verður til for­manns, vara­for­manns og í fram­kvæmda­stjórn SGS á 8. þingi sambandsins í Hofi á Ak­ur­eyri dag­ana 23.-25. mars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert