„Þetta átti að vera gleðiríkt verkefni“

Haraldur Þorleifsson.
Haraldur Þorleifsson. mbl.is/Ásdís

Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og aðgerðasinni, og eiginkona hans Margrét Rut Eddudóttir, hafa hætt við áform sín um að byggja listamannasetur á Kjalarnesi.

„Ég og eiginkonan mín ætluðum að byggja listamannasetur og fleira á þessu fallega landsvæði. Við vorum virkilega spennt fyrir því að byggja þarna fyrir listamenn. Því miður fengum við ekki tilskilin leyfi og mér þykir leiðinlegt að segja frá því að þessi áform hafa verið sett á hilluna um óákveðinn tíma,“ skrifar Haraldur á Twitter.

Gallerí og hljóðver áttu einnig að rísa á svæðinu.


„Við höfum sett umtalsverða orku, tíma og peninga í að þróa þetta verkefni, hanna byggingarnar og starfa með lögfræðingum og yfirvöldum til að fá leyfin en ekkert virtist koma málinu áfram. Þetta átti að vera gleðiríkt verkefni en eftir tvö ár var þetta bara farið að draga úr manni orku,“ bætir hann við.

„Það er erfitt að koma nýjum hugmyndum á koppinn. Þetta átti að vera gjöf til samfélagsins og þess vegna vonaðist ég til þess að þetta fengi góð viðbrögð. Ég er ekki að skella skuldinni á neinn. Ég held að allir sem komu nálægt þessu hafi gert það sem þeir töldu vera best. En mér finnst leiðinlegt að missa af þessu,“ skrifar Haraldur jafnframt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert