Þýðir lítið að leggja til að Liverpool hafi unnið

„Mér finnst eiginlega alveg jafn galið að koma hérna inn …
„Mér finnst eiginlega alveg jafn galið að koma hérna inn í umræður um vinningstillögu og leggja til að vinningstillögunni sé breytt,“ sagði Dagur. mbl.is/Árni Sæberg

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gaf lítið fyrir tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem á fundi borgarstjórnar í dag lagði til að vinningstillögu í alþjóðlegri sam­keppni um þróun Keldnalands yrði breytt.

Kallaði hann tillöguna hugsanaskekkju og skrítna hugmynd um hlutverk borgarstjórnar á þessum stað í ferlinu að eiga að ókönnuðu máli að handstýra einhverjum breytingum sem séu þeim að skapi.

Verði heimilt að reisa bílakjallara undir fjölbýlishúsum

Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, mælti fyrir tillögunni sem miðar að því að auka lífsgæði tilvonandi íbúa með útivistarsvæðum annars vegar og bættu aðgengi að heimilum þeirra hins vegar. Vísaði hann til færðar og veðurs í rökstuðningi með tillögunni.

„Borgarstjórn samþykkir að við deiliskipulagsgerð á vinningstillögunni, Crafting Keldur, verði sú breyting gerð að lóðahöfum verði heimilt að reisa bílakjallara undir fjölbýlishúsum þar sem því verði viðkomið. Það verði gert án þess að það komi niður á heildarfjölda bílastæða fyrir hverfið. Þess í stað verði horft til þess að nýta einhverjar þeirra lóða sem ráðgert er að nota undir sérstök bílastæðahús með safnstæðum fyrir íbúa hverfisins sem útivistarsvæði,“ sem segir í tillögu Sjálfstæðismanna.

Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, mældi fyrir tillögunni sem miðar að …
Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, mældi fyrir tillögunni sem miðar að því að auka lífsgæði tilvonandi íbúa með útivistarsvæðum annars vegar og bættu aðgengi að heimilum þeirra hins vegar. Skjáskot/YouTube/Reykjavíkurborg

„Þetta er alvöru vinna“

„Eins sárt og það getur verið að tapa fyrir Tottenham að þá þýðir lítið að koma í borgarstjórn og leggja til að Liverpool hafi unnið um síðustu helgi. Mér finnst eiginlega alveg jafn galið að koma hérna inn í umræður um vinningstillögu og leggja til að vinningstillögunni sé breytt,“ svaraði Dagur.

Sagði hann búið að úthugsa það að vernda gönguleiðir skólabarna og hverfið fyrir miklum gegnumakstri í tillögunni.

„Þetta er alvöru vinna ekki bara eitthvað sem er hent fram.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert