Vegir víða lokaðir

Mikill skafrenningur er á Öxnadalsheiði og skyggni lélegt.
Mikill skafrenningur er á Öxnadalsheiði og skyggni lélegt. Ljósmynd/Jóna Stefanía Guðlaugsdóttir

Vegurinn um Öxnadalsheiði er ófær vegna veðurs. Skafrenningur er mikill og skyggni lélegt. Vegagerðin hélt úti fylgdarakstri fyrr í dag en nú er unnið að því að koma síðustu bílunum yfir heiðina svo hægt sé að loka veginum.

Þá er vegurinn um Mývatnsöræfi lokaður vegna veðurs og sömu sögu má segja um vegina um Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. 

Vegurinn um Fjarðarheiði á Austurlandi er sömuleiðis ófær vegna veðurs en ekki er tekið fram hvort honum hafi verið lokað. 

Hægt er að lesa nánar um ástandið á umferdin.is.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Suðaustur-, Norðaustur- og Austurland sem verða í gildi út morgundaginn.

Varað er við norðaustanhvassviðri eða -stormi suðaustanlands en hríðarveðri á norðaustanverðu landinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert