Sáttafundur hafinn

Frá upphafi fundarins í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 13:30 í dag.
Frá upphafi fundarins í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 13:30 í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sáttafundur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og viðsemjenda þeirra hófst klukkan 13:30 í dag. Rúmar tvær vikur eru síðan deiluaðilar settust síðast að samningaborðum. Náist ekki að semja á fundinum í dag hefst verkfall slökkviliðs og sjúkraflutningamanna á morgun klukkan 8 árdegis.

Verkfallið mun standa til miðnættis sem er ívið lengur en síðast. Þá stóð það frá kl. 8 til 16. Fundurinn í dag er undir stjórn ríkissáttasemjara.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa hótað allsherjarverkfalli 7. september fáist ekki lausn fyrir sumarlok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert