Sýndi sig í samfestingi eftir leynileg veikindi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 30. maí 2022

Sýndi sig í samfestingi eftir leynileg veikindi

Charlene prinsessa af Mónakó mætti á kappakksturskeppnina í Mónakó á sunnudaginn ásamt eiginmanni, Alberti Mónakófursta. Charlene er komin til baka á fullu eftir afar leyndardómsfull veikindi að undanförnu. 

Sýndi sig í samfestingi eftir leynileg veikindi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 30. maí 2022

Charlene prinsessa ásamt Gabriellu og Jacques.
Charlene prinsessa ásamt Gabriellu og Jacques. AFP

Charlene prinsessa af Mónakó mætti á kappakksturskeppnina í Mónakó á sunnudaginn ásamt eiginmanni, Alberti Mónakófursta. Charlene er komin til baka á fullu eftir afar leyndardómsfull veikindi að undanförnu. 

Charlene prinsessa af Mónakó mætti á kappakksturskeppnina í Mónakó á sunnudaginn ásamt eiginmanni, Alberti Mónakófursta. Charlene er komin til baka á fullu eftir afar leyndardómsfull veikindi að undanförnu. 

Charlene geislaði ásamt sjö ára gömlum tvíburum þeirra Alberts fursta. Charlene var stuttklippt þannig að fallegir eyrnalokkar hennar fengu að njóta sín. Prinsessan klæddist ljósbláum sérsaumuðum samfestingi frá hönnuðinum Terrence Bray. Samfestingurinn var elegant að framan með áberandi kraga en fleginn í bakið. Sunddrottningin fyrrverandi leit út eins og á tískusýningu í þessum ljósa lit, fáguð en samt töff. 

Charlene prinsessa, Gabriella, Jacques og Abert Mónakófursti.
Charlene prinsessa, Gabriella, Jacques og Abert Mónakófursti. AFP

Veik­indi prins­ess­unn­ar hafa vakið mikla at­hygli, bæði fyr­ir þær sak­ir að hún dvaldi fjarri fjöl­skyld­u sinni í Suður-Afr­íku svo mánuðum skipt­i og vegna þess að höll­in varðist allra fregna af veik­ind­un­um. 

Charlene prinsessa og Gabriella.
Charlene prinsessa og Gabriella. AFP
mbl.is