Andi Como-vatns svífur yfir Las Vegas

Ítalía | 12. apríl 2023

Andi Como-vatns svífur yfir Las Vegas

Bellagio-hótelið í Las Vegas opinberaði nýlega myndir er sýna 110 milljón dala endurbætur sem gerðar hafa verið á herbergjum og svítum í Spa Tower. Uppfærða útlitið er í anda Como-vatns á Ítalíu en sá staður er vel þekktur af aðalsfólki og á mikið af frægu og ríki fólki eignir þar.

Andi Como-vatns svífur yfir Las Vegas

Ítalía | 12. apríl 2023

Bellagio–hótelið og eitt af uppfærðu herbergjunum í Spa Tower.
Bellagio–hótelið og eitt af uppfærðu herbergjunum í Spa Tower. Samsett mynd

Bellagio-hótelið í Las Vegas opinberaði nýlega myndir er sýna 110 milljón dala endurbætur sem gerðar hafa verið á herbergjum og svítum í Spa Tower. Uppfærða útlitið er í anda Como-vatns á Ítalíu en sá staður er vel þekktur af aðalsfólki og á mikið af frægu og ríki fólki eignir þar.

Bellagio-hótelið í Las Vegas opinberaði nýlega myndir er sýna 110 milljón dala endurbætur sem gerðar hafa verið á herbergjum og svítum í Spa Tower. Uppfærða útlitið er í anda Como-vatns á Ítalíu en sá staður er vel þekktur af aðalsfólki og á mikið af frægu og ríki fólki eignir þar.

„Skuldbinding Bellagio um að veita gestum okkar óviðjafnanlega gistingu, upplifun og þjónustu er aðalsmerki okkar,“ sagði Ann Hoff framkvæmdastjóri Bellagio-hótelsins. 

„Fallegar og glæsilegar nýjar svítur og gestaherbergi Spa Tower munu styrkja stöðu okkar sem eins af fremstu áfangastöðum ferðaiðnaðarins.“

819 herbergi og 104 svítur

Endurhönnunin Spa Tower, sem inniheldur 819 herbergi og 104 svítur, á að ljúka í október næstkomandi, en hægt verður að bóka og dvelja í fyrstu uppfærðu herbergjunum frá og með júlí.

Svíturnar voru hannaðar í samstarfi við Champalimaud Design og er lýst sem „róandi, hlutlausum og í jarðtónum“ sem ætlað er að líkja eftir því sem hótelið kallar „náttúrulegan lífleika“ Como-vatns og Alpanna. Hönnunarteymið tók þetta bókstaflega. 

Í herbergjunum er að finna fallega liti – granatlit sem á að tákna granatepli sem finnast við strendur Miðjarðarhafsins, bláa liti innblásna af vatninu og ljósa liti sem eiga að láta þér líða eins og þú sért á göngu í litlu þorpi á Norður-Ítalíu. 

„Við vildum skapa tímalausa lúxustilfinningu, sem væri einstök fyrir Bellagio-hótelið,“ sagði Winston Kong hjá Champalimaud Design í yfirlýsingu við Travel + Leisure.

mbl.is