Fjórir létust í röð skotárása í Colorado

Að minnsta kosti fjórir létust í árásunum.
Að minnsta kosti fjórir létust í árásunum. AFP

Fjórir létust og þrír til viðbótar særðust í röð skotárása í Colorado-ríki í Bandaríkjunum í gær. Að sögn lögreglu var einn maður að verki og var hann skotinn til bana í Lakewood-borg. 

Fyrsta árásin hófst um klukkan fimm að staðartíma í gær í Denver-borg en árásarmaðurinn hleypti af skotum á fjórum stöðum um Denver og Lakewood áður en lögregla skaut hann.

Tvær konur létust og einn karlmaður særðist á fyrsta staðnum. Á öðrum stað var annar karlmaður skotinn til bana áður en árásarmaðurinn fór til Lakewood þar sem hann skaut annan mann til bana og særði einn.

Lögreglan í Lakewood gat þá borið kennsl á ökutæki sem tengdist árásarmanninum og elti hann. Skotárás hófst á milli lögreglu og árásarmannsins þar sem einn lögreglumaður særðist, sá er nú á sjúkrahúsi. Þá var hinn grunaði skotinn til bana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert