Orðuþegarnir mæta einn í einu

Dagskrá verður óhefðbundin á forsetasetrinu um þessi áramót.
Dagskrá verður óhefðbundin á forsetasetrinu um þessi áramót. mbl.is/Hjörtur

Vegna sóttvarnareglna í landinu verður orðuveiting forseta Íslands á nýársdag með sama sniði og um síðustu áramót.

Orðuveiting verður á Bessastöðum á nýársdag og hefst hún kl. 13, upplýsir Sif Gunnarsdóttir forsetaritari. Sérstök athöfn verður fyrir hvern orðuþega og mun sá síðasti mæta kl. 16:30. Í kjölfarið verður listi yfir fólkið sem sæmt er fálkaorðu birtur á vef forsetaembættisins ásamt myndum. Á nýársdag í fyrra sæmdi forseti 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.

Hinn 17. júní 2020 og 2021 voru 14 Íslendingar sæmdir fálkaorðunni í hvort skipti. Þær athafnir fóru fram með venjubundnum hætti, þ.e. orðuhafarnir voru viðstaddir samtímis og hóparnir myndaðir saman með forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid.

Ríkisráð á samkvæmt venju að koma saman á gamlársdag en fundartíminn er ekki staðfestur ennþá, segir Sif. Smit hafa sem kunnugt er komið upp í ráðherrahópnum á undanförnum dögum. Ríkisráð er skipað ráðherrum og forseta Íslands, sem jafnframt stýrir fundum þess. Í ráðinu eru lög og aðrar mikilvægar stjórnarráðstafanir bornar upp við forseta til staðfestingar.

Hin hefðbundna nýársmóttaka forseta Íslands, sem jafnan hefur verið á fyrsta degi ársins, fellur niður líkt og í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert