Útboð sex milljarða Axarvegar kynnt

Svona gæti Axarvegur litið út í lok framkvæmda eftir þrjú …
Svona gæti Axarvegur litið út í lok framkvæmda eftir þrjú ár. Tölvumynd/Vegagerðin

Vegagerðin efnir fyrir hádegi í dag til kynningarfundar vegna fyrirhugaðs útboðs á nýjum vegi yfir Öxi á Austurlandi. Verkefnið felur í sér fjármögnun, hönnun nýrrar legu vegarins, framkvæmd verksins, viðhald og umsjón hans til allt að 30 ára. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að forsendur hönnunar eru m.a. fyrirliggjandi forhönnun og hönnunarforsendur sem byggjast meðal annars á niðurstöðum umhverfismats.

Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, hljóðar kostnaðaráætlun verksins upp á um sex milljarða króna. Gert sé ráð fyrir þriggja ára framkvæmdatíma. Hugmyndin er að veggjöld verði innheimt af notendum upp í kostnað en ekki liggur fyrir hver upphæð þeirra yrði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert