Vilja endurbætur á Hlíðaskóla strax

Í skýrslu Hlíðaskóla kom fram að raki mældist á mörgum …
Í skýrslu Hlíðaskóla kom fram að raki mældist á mörgum stöðum, loftræsting sumstaðar óvirk og loftgæði lítil. mbl.is/Sigurður Bogi

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða ræddi á síðasta fundi sínum um rakavandamál í Hlíðaskóla. Vill ráðið að tekinn verði saman listi um stöðu þessara mála í skólum Reykjavíkur.

Fulltrúi foreldrafélaga í Hlíðum lagði fram bókun á fundinum þar sem lýst er yfir áhyggjum foreldra og forráðamanna barna í Hlíðaskóla vegna ástands skólans og kallað er eftir því að farið verði sem fyrst í alvöru endurbætur.

Skýrslur vegna ástands húsnæðis leikskóla, grunnskóla og frístundar hafi verið kynntar í borgarráði árið 2020 með tillögum til næstu 5-7 ára.

Í skýrslu Hlíðaskóla kom fram að raki mældist á mörgum stöðum, loftræsting sumstaðar óvirk og loftgæði lítil.

Meira í Morgunblaðinu í gær, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert