Tara Sif og Elfar Elí giftu sig í annað sinn

Hverjir voru hvar | 12. ágúst 2023

Tara Sif og Elfar Elí giftu sig í annað sinn

Tara Sif Birgisdóttir fasteignasali og dansari gekk að eiga eiginmann sinn, Elfar Elí Schweitz Jakobsson í annað sinn í gær. Hjónin giftu sig í Las Vegas í fyrra og tilkynntu þá að þau myndu halda alvöru veislu síðar. Hjónin stóðu aldeilis við það loforð því í gær héldu þau upp á ástina með glæsibrag. 

Tara Sif og Elfar Elí giftu sig í annað sinn

Hverjir voru hvar | 12. ágúst 2023

Tara Sif Birgisdóttir og Elfar Elí Schweitz Jakobsson giftu sig …
Tara Sif Birgisdóttir og Elfar Elí Schweitz Jakobsson giftu sig á Ítalíu í gær. Ljósmynd/Samsett

Tara Sif Birgisdóttir fasteignasali og dansari gekk að eiga eiginmann sinn, Elfar Elí Schweitz Jakobsson í annað sinn í gær. Hjónin giftu sig í Las Vegas í fyrra og tilkynntu þá að þau myndu halda alvöru veislu síðar. Hjónin stóðu aldeilis við það loforð því í gær héldu þau upp á ástina með glæsibrag. 

Tara Sif Birgisdóttir fasteignasali og dansari gekk að eiga eiginmann sinn, Elfar Elí Schweitz Jakobsson í annað sinn í gær. Hjónin giftu sig í Las Vegas í fyrra og tilkynntu þá að þau myndu halda alvöru veislu síðar. Hjónin stóðu aldeilis við það loforð því í gær héldu þau upp á ástina með glæsibrag. 

Brúðhjónin keyrðu um á hvítum Volkswagen bjöllu með blæju.
Brúðhjónin keyrðu um á hvítum Volkswagen bjöllu með blæju. Ljósmynd/Instagram

Glæsiveisla í Róm

Það var engin Las Vegas bragur í brúðkaupi Töru Sifjar og Elfars Elí. Ástin var í forgrunni og var ekkert til sparað til þess að gera daginn sem glæsilegastan. Brúðkaupið var haldið í Róm á Ítalíu og fór gifting sjálf fram utandyra. Faðir brúðarinnar leiddi dóttur sína inn altarið á meðan Bríet söng ástarlagið Can't Help Falling in Love sem Elvis Presley gerði arfavinsælt. 

Mikið var lagt í umgjörð brúðkaupsins. Hvítir stólar, hvít blóm …
Mikið var lagt í umgjörð brúðkaupsins. Hvítir stólar, hvít blóm og hvítur dregill slógu tóninn. Ljósmynd/Instagram

Á eftir var slegið upp veislu þar boðið var upp á ljúffengar veitingar og svo kom Jökull í Kaleo söng fyrir gestina. 

Þegar kom að því að skera kökuna var flugeldasýning í …
Þegar kom að því að skera kökuna var flugeldasýning í bakgrunn. Ljósmynd/Instagram

Hlýralaus kjóll og slör

Tara Sif klæddist hvítum síðum, þröngum kjól frá Loforð en sú verslun sérhæfir sig í fatnaði og fylgihlutum fyrir brúðkaup. Kjóllinn var hlýralaus með blúndum og slóða. Að sjálfsögðu var Tara Sif með slör sem hún festi ofarlega á höfuðið - ekki í hnakkann eins og sést svo oft í brúðkaupum. 

Tara Sif var fallega förðuð á brúðkaupsdaginn sinn.
Tara Sif var fallega förðuð á brúðkaupsdaginn sinn. Ljósmynd/Instagram

Elfar Elí var í flöskugrænum jakkafötum sem eru hámóðins. Buxurnar voru stuttar og innanundir jakkanum klæddist hann tvíhnepptu vesti. 

Smartland óskar Töru Sif og Elfari Elí til hamingju með brúðkaup númer tvö! Megi þau játast hvort öðru sem oftast! 

mbl.is