FÍB leggst eindregið gegn einkafjármögnun

FÍB kýs kílómetragjald frekar en vegtolla.
FÍB kýs kílómetragjald frekar en vegtolla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félag íslenskra bifreiðaeigenda leggst eindregið gegn frumvarpi samgönguráðherra um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti á þriðjudag fyrir frumvarpinu, sem gerir ráð fyrir að Vegagerðinni verði heimilt, að undangengnu útboði, að vinna með einkaaðilum að fjármögnun, undirbúningi og framkvæmd sex afmarkaðra verkefna ásamt viðhaldi og rekstri í tiltekinn tíma. Verður heimilt að fjármagna verkefnin með gjaldtöku af umferð, að hluta eða í heild, en í öllum tilvikum hafa vegfarendur val um að fara aðra leið og greiða þar ekki gjald.

Í tilkynningunni segir að með þessu sé stefnt inn á varasama braut einkavæðingar í vegakerfinu með tilheyrandi innheimtu vegtolla og dýrari lausnum en vera þyrfti. „Með aðkomu fjárfesta að vegaframkvæmdum er einfaldlega verið að fela heildarkostnað samfélagsins af uppbyggingu innviða. Skuldastaða ríkissjóðs verður minni en ella og einkafjármagnið er innheimt með notendagjöldum í staðinn fyrir skattgreiðslur.“

Kílómetragjald skynsamlegast

Samhliða fjölgun rafbíla hefur verið rætt um að finna þurfi aðrar leiðir en olíugjöld til að standa straum af kostnaði við vegakerfið. Hafa vegtollar verið nefndir sem lausn í þessum málum. Að mati FÍB er þó einfaldara, ódýrara og skynsamlegra að gjald af ökutækjum sé miðað við ekna kílómetra en með því gjaldi geti ökumenn rafbíla tekið fullan þátt í kostnaði við vegakerfið, þótt einnig mætti haga gjaldinu þannig að það hvetji til orkuskipta.

Vegtollar mismuni fólki eftir efnahag og búsetu, auk þess sem kostnaður falli til við innheimtu þeirra,

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert