„Mikilvægast að jóladressið sé þægilegt“

Snyrtibuddan | 23. desember 2022

„Mikilvægast að jóladressið sé þægilegt“

Ásgerður Diljá Karlsdóttir er mikið jólabarn og veit fátt betra en að eiga notalegar stundir með fjölskyldu sinni yfir hátíðirnar. Hún hefur mikinn áhuga á tísku og snyrtivörum og þykir skemmtilegt að klæða sig upp í desember, en í fataskáp Ásgerðar leynast hátíðlegar flíkur og fylgihlutir sem hún heldur mikið upp á. 

„Mikilvægast að jóladressið sé þægilegt“

Snyrtibuddan | 23. desember 2022

Ásgerður Diljá Karlsdóttir er með afar flottan fatastíl og bíður …
Ásgerður Diljá Karlsdóttir er með afar flottan fatastíl og bíður spennt eftir því að klæða sig upp fyrir hátíðirnar framundan.

Ásgerður Diljá Karlsdóttir er mikið jólabarn og veit fátt betra en að eiga notalegar stundir með fjölskyldu sinni yfir hátíðirnar. Hún hefur mikinn áhuga á tísku og snyrtivörum og þykir skemmtilegt að klæða sig upp í desember, en í fataskáp Ásgerðar leynast hátíðlegar flíkur og fylgihlutir sem hún heldur mikið upp á. 

Ásgerður Diljá Karlsdóttir er mikið jólabarn og veit fátt betra en að eiga notalegar stundir með fjölskyldu sinni yfir hátíðirnar. Hún hefur mikinn áhuga á tísku og snyrtivörum og þykir skemmtilegt að klæða sig upp í desember, en í fataskáp Ásgerðar leynast hátíðlegar flíkur og fylgihlutir sem hún heldur mikið upp á. 

Ásgerður er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, en í dag starfar hún sem alþjóðlegur markaðsstjóri fyrir skartgripafyrirtækið Aurum by Guðbjörg. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á markaðsfræði og rekstrarstjórnun, en hef líka gaman af því að vera í skapandi umhverfi. Ég sá alltaf fyrir mér að framtíðarstarfið væri blanda af list og viðskiptum og er því mjög þakklát fyrir starfið mitt í dag,“ segir Ásgerður. 

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Fatastíllinn minn er einfaldur en ég elska að poppa hann upp með skemmtilegum aukahlutum eða litum. Ég elska til dæmis að vera í látlausum bol og buxum við skemmtilegan jakka eða skart sem gerir dressið aðeins öðruvísi og skemmtilegra.“

„Ég var mjög litrík í klæðaburði þegar ég var yngri, en með árunum hefur hversdagslegi fatastíllinn minn þróast á þann hátt að ég er mun meira í „neutral“ lituðum fötum sem mér líður vel í.“ 

„Ég elska samt að klæða mig upp og finnst mjög …
„Ég elska samt að klæða mig upp og finnst mjög gaman að vera í litríkum fötum inn á milli.“

Ertu mikið jólabarn?

„Já, ég elska jólin! Þó að ég sé líka algjört sumarbarn þá er eitthvað við jólin sem er ekki hægt að toppa. Ég elska allt sem tengist jólunum og veit fátt betra en að horfa á jólamynd í náttfötunum, borða mandarínur og drekka heitt kakó með nóg af kertaljósum.“

Hvernig verða jólin hjá þér í ár?

„Jólin hjá mér í ár verða frekar hefðbundin. Ég mun líklegast eiga notalegan morgun með unnusta mínum, Sóloni og hundinum okkar, Astró, og mögulega kíkja á hvað ég fékk í skóinn frá Kertasníki. Ætli við förum svo ekki til mömmu og pabba og hjálpum til við að keyra út síðustu jólapakkana.“

„Ég og litla systir mín, Karlotta, munum svo líklegast hjálpast að og gera okkur til saman. Ég er svo heppin að eiga mann sem er góður í eldhúsinu, en hann og pabbi minn munu sjá um að matreiða jólamatinn. Við munum svo borða með þeim um kvöldið og njóta í faðmi fjölskyldunnar. Ég er mjög heimakær og get ekki beðið eftir að eyða jólunum með mínum nánustu.“

Kaupir þú alltaf nýtt dress fyrir jólin?

„Ég verð að viðurkenna að ég er sek um að kaupa mér oftast nýtt dress fyrir jólin. Mér finnst það þó alls ekki vera nauðsynlegt, en það er extra gaman að vera búin að kaupa ný föt sem ég er spennt að fara í um kvöldið.“

Jóladressið í fyrra var þessi fallegi blái kjóll. Til að …
Jóladressið í fyrra var þessi fallegi blái kjóll. Til að setja punktinn yfir i-ið var Ásgerður með stílhreint skart og hátíðlega förðun.

Hvað er ómissandi í fataskápinn yfir hátíðirnar?

„Ég verð að segja kósí náttföt og sokkar. Það er ómissandi að mínu mati. Ég elska líka Birkenstock-skóna mína sem ég er ekki búin að fara úr núna yfir vetrartímann.“

„Þegar kemur hins vegar að tísku þá finnst mér ómissandi að eiga fallega kápu eða jakka yfir hátíðirnar.“

Hvert er eftirminnilegasta hátíðardressið þitt?

„Það sem kom fyrst upp í hugann var áramótakjóll sem ég var í árið 2020. Hann var allur úr úr pallíettum og ég elskaði hann, en pallíetturnar skárust svo mikið í mig allt kvöldið þannig að ég endaði á að borða bara í honum og skipti svo yfir í annað dress fyrir næsta partí.“

Ertu búin að ákveða í hverju þú verður þessi jólin?

„Ég er ekki alveg búin að ákveða dressið en er komin með góða hugmynd um það. Ég er með augun opin og vonast til þess að finna það sem ég sé fyrir mér. Það eina sem ég er 99% búin að ákveða er að vera með rauðan varalit, en sjáum til hvort það stenst.“

Ásgerður ætlar að vera með rauðan varalit um jólin, en …
Ásgerður ætlar að vera með rauðan varalit um jólin, en við fengum að skyggnast ofan í snyrtibuddu hennar og sjá vörurnar sem munu töfra fram hátíðarlúkkið í ár.

Hvernig er draumajóladressið?

„Draumajóladressið er það sem mér líður vel í og er þægilegt. Ég elska að vera í fallegum fötum sem að eru þægileg og þá sérstaklega á jólunum þar sem maður eyðir stórum parti af kvöldinu sitjandi og borðandi.“

Hvað finnst þér setja punktinn yfir i-ið á jólunum?

„Ég er mjög hrifin af því að vera með fallegt skart á jólunum, en mér finnst það gera ótrúlega mikið fyrir heildardressið. Nýjasta áhugamálið mitt er svo að vera með fallegar neglur. Mér finnst það gera svo ótrúlega mikið fyrir mig þannig ég mun klárlega vera með hátíðarneglur í ár.“

Hátíðarneglur Ásgerðar á síðasta ári voru sérlega flottar með nóg …
Hátíðarneglur Ásgerðar á síðasta ári voru sérlega flottar með nóg af glimmeri.
Ásgerður hefur gott auga fyrir fallegum fylgihlutum sem hún notar …
Ásgerður hefur gott auga fyrir fallegum fylgihlutum sem hún notar til að poppa upp dressin sín.

Besta tískutengda jólagjöfin sem þú hefur fengið?

„Ég fékk demantsarmband frá unnusta mínum sem stendur upp úr, og fallegan pels sem hann gaf mér úr Feldur verkstæði. Hann hittir sem sagt alltaf beint í mark.“

Pelsinn sem Ásgerður fékk frá unnusta sínum er í sérstöku …
Pelsinn sem Ásgerður fékk frá unnusta sínum er í sérstöku uppáhaldi, en hann kemur sér sérstaklega vel í kuldanum.

Hvað er á óskalistanum þínum í ár?

„Það er nóg á jólagjafalistanum í ár. Ég er ótrúlega skotin í merkinu SKIMS og á mjög mikið af bolum, nærfötum og kjólum frá því merki. Náttfötin frá þeim eru mjög girnileg og ég væri alls ekkert á móti því að fá fleiri flíkur í safnið þaðan.“

„Svo verð ég eiginlega líka að segja UGG-skó, og þá aðallega fyrir þægindin þar sem ég sé mig fyrir í hyllingum úti að labba með hundinn minn í þeim í vetur. Ég er einnig með hálfrennda peysu frá Polo by Ralph Lauren á óskalistanum, SEKAN-rúmföt sem eru seld hjá BLANK Reykjavík, hálsmen frá Aurum by Guðbjörg og ótrúlega fallega augnskuggapallettu frá Mekaup by Mario.“

Þægindin eru án efa í forgrunni hjá Ásgerði, en á …
Þægindin eru án efa í forgrunni hjá Ásgerði, en á óskalista hennar í ár má meðal annars finna notaleg náttföt, hlýja kuldaskó og mjúk rúmföt.
mbl.is