Ómíkron sýki frekar háls en lungu

Fólk með grímur á Times-torgi í New York á gamlárskvöld.
Fólk með grímur á Times-torgi í New York á gamlárskvöld. AFP

Sífellt fleiri gögn benda til þess að Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar sé líklegra til að valda sýkingu í hálsi frekar en í lungum.

Vísindamenn telja að þetta geti skýrt hvers vegna afbrigðið virðist ekki vera eins banvænt og önnur afbrigði veirunnar, að því er The Guardian greindi frá.

Sex rannsóknir, þar af fjórar sem hafa verið birtar síðan á aðfangadag, hafa leitt í ljós að Ómíkron skaðar lungu fólks ekki eins mikið og Delta-afbrigðið og önnur fyrri afbrigði.

Aðrir vísindmenn eiga þó eftir að rýna í niðurstöður rannsóknanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert