Eiður kominn til Fulham

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. www.stokecityfc.com

Sky Sports sagði frá því rétt í þessu að gengið hefði verið frá lánssamningi fyrir Eið Smára Guðjohnsen frá Stoke City til Fulham og samningurinn gildi út þetta tímabil.

Eiður skrifaði undir samning við Lundúnaliðið að undangenginni læknisskoðun en Eiður hefur sem kunnugt er fengið fá tækifæri hjá Stoke frá því hann gekk liðs við félagið í lok ágúst.

Fulham er fjórða liðið sem Eiður kemur til með að spila á Englandi. Hann hóf feril sinn í ensku knattspyrnunni með Bolton sem hann lék með 1998-2000. Þaðan fór hann til Chelsea og lék með liðinu í sex ár og hann lék svo með Tottenham hálft tímabil á síðustu leiktíð eftir að verið hjá Mónakó í stuttan tíma og þar áður í Barcelona.

mbl.is

Íþróttir, Enski boltinn — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Laugardaginn 15. júní

Föstudaginn 14. júní

Fimmtudaginn 13. júní

Miðvikudaginn 12. júní

Þriðjudaginn 11. júní

Mánudaginn 10. júní

Sunnudaginn 9. júní

Laugardaginn 8. júní

Föstudaginn 7. júní