Dóra Björt leiðir lista Pírata í Reykjavík

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, leiðir listann.
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, leiðir listann. Ljósmynd/Aðsend

Borgarfulltrúinn Dóra Björt Guðjónsdóttir leiðir lista Pírata fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar í vor.

Þetta var ljóst rétt í þessu þegar úrslit prófkjörs Pírata í Reykjavík voru tilkynnt.

Al­ex­andra Briem borgarfulltrúi skipar annað sæti. Hún skipaði þriðja sætið á lista Pírata í síðustu borgarstjórnarkosningum árið 2018. Því byrjaði hún kjörtímabilið sem varaborgarfulltrúi en kom inn fyrir Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur þegar hún hætti í borgarstjórn í fyrra.

Þessi lentu í efstu átta sætunum:

  1. Dóra Björt Guðjónsdóttir 
  2. Al­ex­andra Briem
  3. Magnús Norðdal
  4. Krist­inn Jón Ólafs­son
  5. Elísa­bet Guðrún­ar og Jóns­dótt­ir
  6. Rannveig Ernudóttir
  7. Oktavía Hrund Jóns
  8. Olga Mar­grét Krist­ín­ar­dótt­ir Cilia

Alls voru tuttugu og þrír í framboði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert