Hótelið sem íslenskar stjörnur elska að gifta sig á

Spánn | 13. júní 2023

Hótelið sem íslenskar stjörnur elska að gifta sig á

Síðastliðna helgi gengu þau Karitas María Lárusdóttir einkaþjálfari og Gylfi Einarsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, í hjónaband við glæsilega athöfn á sannkölluðu lúxushóteli á Spáni.

Hótelið sem íslenskar stjörnur elska að gifta sig á

Spánn | 13. júní 2023

Lúxushótelið virðist vera í sérstöku uppáhaldi hjá íslenskum stjörnum.
Lúxushótelið virðist vera í sérstöku uppáhaldi hjá íslenskum stjörnum. Samsett mynd

Síðastliðna helgi gengu þau Karitas María Lárusdóttir einkaþjálfari og Gylfi Einarsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, í hjónaband við glæsilega athöfn á sannkölluðu lúxushóteli á Spáni.

Síðastliðna helgi gengu þau Karitas María Lárusdóttir einkaþjálfari og Gylfi Einarsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, í hjónaband við glæsilega athöfn á sannkölluðu lúxushóteli á Spáni.

Hótelið virðist vinsælt meðal íslenskra stjarna þegar fagna á ástinni, en fyrir ári síðan gengu knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson og lögfræðingurinn Hólmfríður Björnsdóttir í það heilaga á sama hóteli. 

Lúxus og glæsileiki

Hótelið sem um ræðir er La Finca Resort og er staðsett á Alicante-svæðinu við La Finca-golfvöllinn. Lúxus og glæsileiki einkenna hótelið sem státar af fimm stjörnum. 

Hótelið sérhæfir sig í brúðkaupum, en á hótelsvæðinu eru bæði fallegir salir og útisvæði sem henta sérlega vel þegar fagna á ástinni. Þar starfar einnig hópur fagfólks sem sér um að gera daginn ógleymanlegan.

Alls eru 120 herbergi á hótelinu, allt frá hefðbundnum lúxusherbergjum yfir í glæsilegar svítur. Frá mörgum þeirra er glæsilegt útsýni yfir golfvöllinn eða sundlaugina. Að sjálfsögðu er glæsileg heilsulind og líkamsræktarsalur með guðdómlegu útsýni á hótelinu þar sem hægt er að næra bæði líkama og sál.

Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
mbl.is