Varð ástfangin af falinni perlu á Ítalíu

Ítalía | 22. júní 2023

Varð ástfangin af falinni perlu á Ítalíu

Ofurfyrirsætan Ashley Graham hefur verið á ferðalagi með eiginmanni sínum um Ítalíu síðustu vikur, en hún segist hafa orðið ástfangin af litlum sjávarbæ á Suður-Ítalíu.

Varð ástfangin af falinni perlu á Ítalíu

Ítalía | 22. júní 2023

Fyrirsætan Ashley Graham varð yfir sig ástfangin af Scillu, litlum …
Fyrirsætan Ashley Graham varð yfir sig ástfangin af Scillu, litlum sjávarbæ í suðurhluta Ítalíu. Samsett mynd

Ofurfyrirsætan Ashley Graham hefur verið á ferðalagi með eiginmanni sínum um Ítalíu síðustu vikur, en hún segist hafa orðið ástfangin af litlum sjávarbæ á Suður-Ítalíu.

Ofurfyrirsætan Ashley Graham hefur verið á ferðalagi með eiginmanni sínum um Ítalíu síðustu vikur, en hún segist hafa orðið ástfangin af litlum sjávarbæ á Suður-Ítalíu.

Bærinn sem um ræðir er Scilla og er staðsettur í Kalabríu á Ítalíu, en hann er meðal annars þekktur úr grískri goðafræði fyrir sjóskrímslið Scyllu. 

Graham varð yfir sig hrifin af bænum og vonast til þess að flytja þangað einn daginn. Hún deildi ást sinni á Scillu í fallegri færslu á Instagram á dögunum. 

Falinn gimsteinn við sjóinn á Suður-Ítalíu

„Scilla, falinn gimsteinn við sjóinn á Suður-Ítalíu, er staður sem ég vonast til að kalla heima einn daginn. Þetta er strandarfjársjóður með svo miklum sjarma, fegurð og menningu - ég get ekki annað en deilt Scilla með heiminum.

Þegar þú skipuleggur næsta evrópska ævintýrið þitt skaltu ekki gleyma að bæta þessum töfrandi bæ á ferðaáætlunina þína,“ skrifaði fyrirsætan við færsluna.

mbl.is