Langar þig í útilegu en hefur áhyggjur af veðurspánni?

Gisting | 26. janúar 2023

Langar þig í útilegu en hefur áhyggjur af veðurspánni?

Við Íslendingar þekkjum það manna best að vantreysta veðurspánni, enda virðast veðurguðirnir ekki alltaf vera með okkur í liði. Þar af leiðandi getur það reynst erfitt að skipuleggja útilegu langt fram í tímann. Innanhúshönnuðurinn Simone Kovac er með bráðsnjalla lausn sem tryggir skothelda útilegu, sama hvernig viðrar.

Langar þig í útilegu en hefur áhyggjur af veðurspánni?

Gisting | 26. janúar 2023

Ljósmynd/airbnb.com

Við Íslendingar þekkjum það manna best að vantreysta veðurspánni, enda virðast veðurguðirnir ekki alltaf vera með okkur í liði. Þar af leiðandi getur það reynst erfitt að skipuleggja útilegu langt fram í tímann. Innanhúshönnuðurinn Simone Kovac er með bráðsnjalla lausn sem tryggir skothelda útilegu, sama hvernig viðrar.

Við Íslendingar þekkjum það manna best að vantreysta veðurspánni, enda virðast veðurguðirnir ekki alltaf vera með okkur í liði. Þar af leiðandi getur það reynst erfitt að skipuleggja útilegu langt fram í tímann. Innanhúshönnuðurinn Simone Kovac er með bráðsnjalla lausn sem tryggir skothelda útilegu, sama hvernig viðrar.

Í Graz í Austurríki hefur Kovac innréttað þakíbúð sína á ævintýralegan máta. Þetta gæti verið litríkasta íbúð sem þú hefur séð, en það er þó fleira en litagleðin sem gefur íbúðinni sérstöðu. Í miðri stofunni má sjá glæsilegt Caravan Westfalia hjólhýsi af árgerðinni 1964 sem býður gestum að fara í útilegu með lítilli sem engri fyrirhöfn. 

Kovac er þekkt fyrir að hugsa út fyrir boxið í hönnun sinni, en í þessari íbúð hefur hún endurhugsað hið hversdagslega svefnherbergi eins og við þekkjum það flest og notar þess í stað hjólhýsi sem svefnherbergi. Það er óhætt að segja að hjólhýsið setji einstakan svip á rýmið sem þegar hefur mikinn karakter, og býr til mikla sumarstemningu. 

Íbúðin er til útleigu á Airbnb, en alls rúmast fjórir gestir þar hverju sinni. Yfir vetrartímann kostar nóttin í íbúðinni 105 bandaríkjadali, eða um 15 þúsund krónur á gengi dagsins í dag. 

Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
mbl.is