5 furðulegar en fantaflottar eignir

Gisting | 23. apríl 2023

5 furðulegar en fantaflottar eignir

Það vantar ekki upp á fjölbreytileikann á bókunarvef Airbnb, en þar má finna allar tegundir af gistirýmum í mismunandi stærðum og gerðum. 

5 furðulegar en fantaflottar eignir

Gisting | 23. apríl 2023

Eignirnar eiga það sameiginlegt að vera heldur óhefðbundnar.
Eignirnar eiga það sameiginlegt að vera heldur óhefðbundnar. Samsett mynd

Það vantar ekki upp á fjölbreytileikann á bókunarvef Airbnb, en þar má finna allar tegundir af gistirýmum í mismunandi stærðum og gerðum. 

Það vantar ekki upp á fjölbreytileikann á bókunarvef Airbnb, en þar má finna allar tegundir af gistirýmum í mismunandi stærðum og gerðum. 

Það er ekki erfitt að sækja sér innblástur á bókunarsíðuna enda skemmtilegt að sjá möguleikana og hugmyndarflugið sem fólk hvaðanæva að úr heiminum hefur. Ferðavefurinn tók saman fimm furðulegar en fantaflottar eignir sem fanga augað.

Quetzalcoatl's Nest

Í Mexíkó er að finna ótrúlega hönnun eftir arkitektinn Javier Senosiain. Að utan minnir eignin helst á snák í litríkum klæðum, en þegar komið er inn tekur á móti manni minimalísk hönnun ásamt mjúkum og ávölum línum í húsgögnum sem skapa notalega stemningu. 

Alls eru fjögur svefnherbergi og þrjú baðherbergi í eigninni sem rúmar allt að sex gesti. Nóttin kostar 460 bandaríkjadali, eða sem nemur tæplega 63 þúsund krónum á gengi dagsins í dag.

Falleg form einkenna eignina að utan sem innan.
Falleg form einkenna eignina að utan sem innan. Samsett mynd

Hjólhýsi eða trjáhýsi?

Í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum er að finna heldur óhefðbundna eign. Það var dýralæknir í Víetnam sem innréttaði Airstream-hjólhýsi frá 1956 á skemmtilegan máta, en til að gera upplifunina enn meiri kom hann hjólhýsinu fyrir uppi í tré.

Eignin státar af tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum sem rúma tvo gesti. Nóttin kostar 268 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmlega 36 þúsund krónum.

Hjólhýsið hefur verið innréttað með skemmtilegum húsmunum og fallegri litapallettu.
Hjólhýsið hefur verið innréttað með skemmtilegum húsmunum og fallegri litapallettu. Samsett mynd

Geimskip í Bretlandi

Í Redberth í Bretlandi er að finna framúrstefnulega hönnun í geimskipi. Gengið er inn í opið rými með svefnaðstöðu, borðstofu og eldhúsi. 

Eignin er vissulega ekki stór, en þar rúmast samt allt að fjórir gestir hverju sinni. Nóttin kostar 248 bandaríkjadali, eða sem nemur tæplega 34 þúsund krónum.

Geimskipið hefur verið innréttað á stílhreinan máta.
Geimskipið hefur verið innréttað á stílhreinan máta. Samsett mynd

Langar þig að gista í krana?

Í Hollandi er að finna mjög sérstaka eign sem er staðsett í útjaðri borgarinnar Hertogenbosch. Fantaflott útsýni er frá eigninni sem var eitt sinn hafnarkrani en hefur nú verið innréttuð á sjarmerandi máta.

Eignin er fullkomin fyrir pör en þar er eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi. Nóttin kostar 189 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 25 þúsund krónum.

Það er stórkostlegt útsýnið frá eigninni.
Það er stórkostlegt útsýnið frá eigninni. Samsett mynd

Votheysturn í sveitinni

Í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum hefur gömlum votheysturni verið breytt í sjarmerandi heimili. Turninn er staðsettur á sveitabæ og hefur verið hannað með nútímalegu og björtu yfirbragði. 

eignin státar af einu svefnherbergi og einu baðherbergi og hentar því fyrir tvo gesti. Nóttin kostar 152 bandaríkjadali, eða rúmlega 20 þúsund krónur.

Turninn hefur verið innréttaður á fallegan máta.
Turninn hefur verið innréttaður á fallegan máta. Samsett mynd
mbl.is