NFL stórgræðir á ást Swift og Kelce

Poppkúltúr | 1. febrúar 2024

NFL stórgræðir á ást Swift og Kelce

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur verið öflug að styrkja stoðir hagkerfisins. Hún var manneskja ársins 2023 hjá bandaríska tímaritinu Time eftir alveg hreint einstakt ár. Swift var mest spilaði tónlistarmaðurinn á Spotify, varð formlega milljarðamæringur, hóf gríðarlega farsælt tónleikaferðalag sitt og fann ástina. 

NFL stórgræðir á ást Swift og Kelce

Poppkúltúr | 1. febrúar 2024

Taylor Swift er óstöðvandi afl.
Taylor Swift er óstöðvandi afl. AMY SUSSMAN

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur verið öflug að styrkja stoðir hagkerfisins. Hún var manneskja ársins 2023 hjá bandaríska tímaritinu Time eftir alveg hreint einstakt ár. Swift var mest spilaði tónlistarmaðurinn á Spotify, varð formlega milljarðamæringur, hóf gríðarlega farsælt tónleikaferðalag sitt og fann ástina. 

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur verið öflug að styrkja stoðir hagkerfisins. Hún var manneskja ársins 2023 hjá bandaríska tímaritinu Time eftir alveg hreint einstakt ár. Swift var mest spilaði tónlistarmaðurinn á Spotify, varð formlega milljarðamæringur, hóf gríðarlega farsælt tónleikaferðalag sitt og fann ástina. 

Tónlistarkonan byrjaði með Travis Kelce síðastliðið haust og hefur parið átt athygli umheimsins alla daga síðan. Kelce leikur með Kansas City Chiefs í bandarísku NFL-deildinni og er einn af lykilmönnum liðsins. Swift hefur verið iðin að mæta á leiki undanfarna mánuði og hefur verið sagt að viðvera hennar í áhorfendastúkunni sé að færa NFL-deildinni milljarða. 

Apex Marketing Group áætlar að NFL-deildin og lið Kelce sé þegar búin að græða 300 milljónir bandaríkjadali eða sem samsvarar um 45 milljörðum íslenskra króna. 

mbl.is