Sigurveig sat fyrir hjá íþróttarisanum Puma

Förðunartrix | 6. nóvember 2022

Sigurveig sat fyrir hjá íþróttarisanum Puma

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hin 24 ára gamla Sigurveig Þórmundsdóttir slegið í gegn sem förðunarfræðingur og hárstílisti, en hún rekur sitt eigið fyrirtæki í Kaupmannahöfn þar sem hún hefur verið búsett síðastliðin fimm ár. Sigurveig tekur að sér fjölbreytt verkefni í tónlistarheiminum, í sjónvarpi og kvikmyndum, á tískusýningum og í auglýsingum fyrir tískufyrirtæki. 

Sigurveig sat fyrir hjá íþróttarisanum Puma

Förðunartrix | 6. nóvember 2022

Förðunarfræðingurinn og hárstílistinn Sigurveig Þórmundsdóttir sat nýverið fyrir hjá íþróttarisanum …
Förðunarfræðingurinn og hárstílistinn Sigurveig Þórmundsdóttir sat nýverið fyrir hjá íþróttarisanum Puma. Framleitt af: SOFMEDIA Ljósmynd/Rasmus Luckmann/Rasmus Lo

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hin 24 ára gamla Sigurveig Þórmundsdóttir slegið í gegn sem förðunarfræðingur og hárstílisti, en hún rekur sitt eigið fyrirtæki í Kaupmannahöfn þar sem hún hefur verið búsett síðastliðin fimm ár. Sigurveig tekur að sér fjölbreytt verkefni í tónlistarheiminum, í sjónvarpi og kvikmyndum, á tískusýningum og í auglýsingum fyrir tískufyrirtæki. 

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hin 24 ára gamla Sigurveig Þórmundsdóttir slegið í gegn sem förðunarfræðingur og hárstílisti, en hún rekur sitt eigið fyrirtæki í Kaupmannahöfn þar sem hún hefur verið búsett síðastliðin fimm ár. Sigurveig tekur að sér fjölbreytt verkefni í tónlistarheiminum, í sjónvarpi og kvikmyndum, á tískusýningum og í auglýsingum fyrir tískufyrirtæki. 

Eftir að hafa starfað mestmegnis á bak við tjöldin steig Sigurveig nýlega hinum megin við myndavélina og lék frumraun sýna í fyrirsætustörfum í herferð íþróttarisans Puma. Við fengum að skyggnast inn í líf Sigurveigar sem sagði okkur meðal annars frá ferlinum, uppáhaldssnyrtivörunum og upplifuninni hinum megin við myndavélina. 

Elti drauminn til Köben

Sigurveig flutti til Kaupmannahafnar til að sækja nám við förðunarakademíu Nicci Welsh, en Welsh býr yfir 25 ára reynslu í bransanum og hefur unnið um allan heim. „Ég ákvað að fara í þennan skóla þar sem Welsh er bæði virt og ótrúlega hæfileikarík á sínu sviði. Við amma mín heitin vorum eitt sinn að spjalla um framtíðina, en hún hafði rekist á þennan skóla á netinu,“ segir Sigurveig. 

Skólinn heillaði Sigurveigu strax og fékk hún góðan stuðning og hvatningu frá sínum nánustu. „Þetta var besta ákvörðun sem ég gat tekið því námið sjálft og frábæru kennararnir gáfu mér innsýn í heim förðunarfræðinga og alla möguleikana sem í boði eru,“ segir hún. 

Sigurveig hefur alltaf haft mikinn áhuga á förðun en óraði ekki fyrir hvað biði hennar. „Á menntaskólaárunum gat ég ekki ímyndað mér að það væri í boði fyrir mig að starfa við fagið og fá spennandi tækifæri í bransanum,“ segir Sigurveig. 

„Áhuginn á hárgreiðslu kom eftir að ég byrjaði í náminu …
„Áhuginn á hárgreiðslu kom eftir að ég byrjaði í náminu og í dag elska ég allt sem snýr að hári og förðun,“ segir Sigurveig.

Fyrsta stóra verkefnið endaði á vef Vogue

Að námi loknu ákvað Sigurveig að sökkva sér í vinnu tengt förðun og hári. „Fyrst vann ég mjög mikið og sagði já við öllum verkefnum sem voru í boði. Ég byrjaði fljótt að aðstoða Welsh og aðra kollega hennar í fjölbreyttum verkefnum sem gáfu mér reynslu og enn betri innsýn í starfið og bransann,“ segir Sigurveig. 

„Fyrsta stóra verkefnið mitt var þegar ég var í fyrsta skipti bókuð ein til að fara og greiða fyrir myndatöku. Ljósmyndir úr tökunni voru síðan notaðar sem markaðsefni á vef Vogue á Ítalíu,“ segir Sigurveig. 

Sigurveig segir árið eftir útskrift hafa verið ansi viðburðaríkt, en þá tók hún þátt í mörgum verkefnum. Þar á meðal voru sjónvarpsþættir, alþjóðleg bíómynd sem var tekin upp á Íslandi ásamt fjölbreyttum myndatökum. 

„Eitt skemmtilegasta verkefnið er þó að hafa unnið á tískuvikunni í Kaupmannahöfn síðustu ár. Ég tók fyrst þátt í tískuvikunni vorið 2018 og var þá að aðstoða en vann mig síðar upp í að verða hluti af teyminu Nicci Welsh Pro Team á sýningunum,“ segir Sigurveig. 

Í haust tók Sigurveig þátt í tíundu tískuviku sinni. „Þá fékk ég enn meiri ábyrgð og þann heiður að vera hópstjóri (e. key hair and makeup artist) fyrir hár og förðun á tveimur sýningum og var hópstjóri fyrir förðun á tveimur sýningum til viðbótar,“ útskýrir Sigurveig. 

„Þetta var ekkert smá skemmtilegt verkefni. Við vorum á fullu …
„Þetta var ekkert smá skemmtilegt verkefni. Við vorum á fullu allan daginn og það var heilmikil áskorun. Mikilvægast var þó að þarna var stóru markmiði mínu náð,“ segir Sigurveig.

Nýtur þess að kenna og gefa af sér

Sumarið 2019 byrjaði Sigurveig sem gestakennari hjá Hörpu Káradóttur í Makeup Studio Hörpu Kára. „Ég var svo glöð yfir því að Harpa vildi fá mig sem gestakennara, en ég hafði lengi fylgst með henni og elskað vinnuna hennar. Þar að auki er hún bara svo frábær kona og ég vissi að skólinn hennar yrði góður staður fyrir mig til að taka mín fyrstu skref í kennslu,“ segir hún. 

„Harpa er klárlega ástæðan fyrir því að ég byrjaði að kenna og komst að því að það væri í senn skemmtilegt, gefandi og lærdómsríkt,“ segir Sigurveig. Í framhaldinu fékk hún kennarastöðu í skóla Nicci Welsh.

„Ég elska að kenna, hvetja nemendur til dáða og sýna …
„Ég elska að kenna, hvetja nemendur til dáða og sýna þeim að maður getur gert nákvæmlega það sem maður vill ef maður hefur ástríðu, jákvætt hugarfar og leggur hart að sér.“

Tónlistarbransinn heillandi

Þó Sigurveig hafi unnið að mörgum ólíkum verkefnum á mismunandi sviðum segir hún nokkur verkefni standa upp úr. „Það eru verkefnin þar sem ég fæ tækifæri til að vera skapandi og hugsa út fyrir boxið. Þetta eru verkefnin sem ég lifi fyrir. Í rúm tvö ár hef ég unnið talsvert mikið í tónlistarbransanum í Danmörku, en eitt af mínum uppáhaldsverkefnum er að hanna lúkk fyrir flytjanda, plötuumslög, tónlistarmyndbönd og tónleika,“ útskýrir Sigurveig. 

„Það skemmtilegasta er að sjá fólk brosa og blómstra þegar …
„Það skemmtilegasta er að sjá fólk brosa og blómstra þegar það stígur úr stólnum hjá mér. Það gefur mér sjálfstraust og mikla hvatningu,“ segir Sigurveig.

„Sá tónlistarmaður sem ég hef unnið hve mest með í slíkum verkefnum er Tobias Rahim. Allt frá því samstarf okkar hófst var hann mjög spenntur fyrir því að förðun og hár yrði rauður þráður í myndheiminum, bæði í markaðsefni og myndböndum. Hann lagði allt sitt traust á mig og síðan höfum við hannað mörg lúkk sem fólk hefði kannski ekki búist við,“ segir Sigurveig. 

„Eitt af mínum uppáhaldslúkkum sem ég hef gert á Tobiasi …
„Eitt af mínum uppáhaldslúkkum sem ég hef gert á Tobiasi er sítt „mullet“ og rauðar eldtungur fyrir lagið Mucki Bar, en einnig líkamsmálun og rauður hanakambur fyrir lagið Feberdrømme i Dubai xx.“ Ljósmynd/Sebastian Stigsby

 Farðaði forsetafrúna

„Annað nýlegt verkefni sem stendur upp úr er þegar ég fékk að farða forsetafrúna okkar, Elizu Jean Reid, í Fredensborgarhöll fyrir 50 ára krýningarafmæli Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Það var svo mikill heiður að fá þetta verkefni,“ segir Sigurveig. „Mér þykir svo vænt um að vinna af og til á Íslandi með Íslendingum. Það færir mig heim og tengir saman heimilin mín tvö, Ísland og Danmörku.“

Sigurveig segir það skemmtilegasta við starfið vera að vinna með skemmtilegu og metnaðarfullu fólki. „Hvort sem það er tónlistarfólk, leikarar, sjónvarpsfólk eða á stærstu hátíðarstundum í lífi fólks eins og í brúðkaupum. Það er mikilvægt að hlusta og komast að því hvernig hægt er að draga fram persónuleika þeirra og útgeislun með förðun og hári. Þannig get ég hannað mismunandi lúkk fyrir hverja og eina manneskju sem sest í stólinn hjá mér,“ útskýrir hún. 

Þó starfið sé bæði skemmtilegt og gefandi viðurkennir Sigurveig að það geti verið krefjandi. „Starfinu fylgir engin föst rútína og eru vinnutímarnir því jafn ólíkir og verkefnin sem getur verið krefjandi. Verkefnin eru sjaldnast ákveðin meira en einn til tvo mánuði fram í tímann. Þess vegna veit ég oft ekki hvað ég mun fást við á næsta ári,“ segir hún. 

Þar af leiðandi getur verið flókið að skipuleggja frí, enda koma verkefni oft upp með litlum fyrirvara. Sigurveig lætur það þó ekki á sig fá og er dugleg að skjótast í heimsókn til Íslands eða í borgarfrí með stuttum fyrirvara ef það koma got í dagskrána. „Ég þrífst ágætlega í þessu sveigjanlega umhverfi og þetta truflar mig allavega ekkert núna,“ segir Sigurveig. 

Á stórum skjá í New York-borg

Nýlega tók Sigurveig þátt í spennandi verkefni með íþróttarisanum Puma, en í þetta sinn var hún stödd hinum megin við myndavélina. „Puma myndatakan var ótrúlega skemmtileg upplifun og virkilega gaman að prófa að vera í fyrsta sinn fyrir alvöru honum megin við myndavélina. Ég vann með fólki sem ég þekki vel sem auðveldaði manni að láta slag standa og gera sitt besta til að fá flottar myndir,“ segir Sigurveig. 

„Mikið af auglýsingaherferðum Puma eru framleiddar í Danmörku í samvinnu við stílistann Sofie Broeng sem ég hef unnið með nokkrum sinnum. Auglýsingaherferðin snerist í þetta sinn um konur í tónlistarbransanum og var ég valin vegna vinnu minnar með tónlistarfólki í Danmörku ásamt tveimur frábærum söngkonum,“ bætir hún við. 

Sigurveig í Puma myndatökunni. Framleitt af: SOFMEDIA.
Sigurveig í Puma myndatökunni. Framleitt af: SOFMEDIA. Ljósmynd/Rasmus Luckmann/Rasmus Lo

„Við höfðum þó enga hugmynd um að Puma myndi nota auglýsinguna í verslun sinni, Puma Flagship Store, á fimmtu breiðgötu í New York-borg. Það var satt að segja ótrúlegt að hugsa til þess að maður væri bara allt í einu á stórum skjá út í heimi. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa verið hluti af þessu verkefni,“ segir Sigurveig. 

Sigurveig glæsileg á stórum skjá í Puma búðinni í New …
Sigurveig glæsileg á stórum skjá í Puma búðinni í New York-borg.

Glamúr-förðun í sérstöku uppáhaldi

Aðspurð segist Sigurveig eiga erfitt með að velja sitt uppáhaldsförðunarlúkk. „Í heimsfaraldrinum varði ég flestum stundum í að farða sjálfa mig og nokkur lúkk frá þeim tíma eru klárlega í uppáhaldi. Ég hef haft minni tíma til þess núna en áður eftir því sem verkefnunum hefur fjölgað, en inn á milli elska ég að setjast niður og gera tilraunir með förðun á sjálfri mér tímunum saman,“ útskýrir Sigurveig. 

„Þá eru engin takmörk og ímyndunaraflið fær að leika lausum …
„Þá eru engin takmörk og ímyndunaraflið fær að leika lausum hala. Ég get gert allskyns skemmtilega hluti sem maður gerir ekki á hverjum degi í hefðbundnum verkefnum,“ segir Sigurveig og bendir áhugasömum á Instagram-reikning sinn þar sem hún er dugleg að sýna frá verkefnum sínum.

Sigurveig segir enga eina förðun vera í uppáhaldi, enda finnist henni fjölbreytnin mest heillandi. „Ég hef þó alltaf elskað að gera glamúr-förðun sem er náttúruleg með fullkomnaðri húð og sterkri augnförðun sem fangar augað,“ segir Sigurveig. 

„Fyrir sjálfa mig er ég algjörlega með mitt uppáhaldslúkk, en það er ljómandi og sólkysst húð, þunnur eyeliner sem lyftir augunum og svo bæti ég alltaf stökum augnhárum við ytri hluta augnlokanna. Ég legg ofuráherslu á heilbrigða húð, augnhár og að láta augun poppa,“ bætir hún við. 

Fjölbreyttar vörur í snyrtibuddunni

Aðspurð segist Sigurveig eiga sér nokkrar uppáhaldsvörur sem hún gæti hreinlega ekki lifað án. „Fyrsta varan er Hollywood Flawless Filter frá Charlotte Tilbury sem er ljómagrunnur sem gefur húðinni örlitla þekju og ólýsanlega fallegan og náttúrulegan ljóma. Maður getur bæði notað vöruna eina og sér til að fríska upp á húðina eða undir farða, en það er einmitt það sem mér finnst best við hana,“ segir Sigurveig. 

„Síðan er það augnskuggapalletan frá PatMcgrath Labs sem heitir Mothership V Bronze Seducation sem er í algjöru uppáhaldi, en hana er hægt að nýta bæði í náttúrulegar skyggingar og ýktari augnförðun ásamt flottum glimmer-augnskuggum sem líta út fyrir að vera „glossy“ þegar þeir eru settir á augnlokin,“ bætir hún við. 

„Síðast en ekki síst er ég alltaf með Maybelline Lifter Gloss í glæra litnum Ice í töskunni.“

„Aðrar vörur sem eru ómissandi í snyrtibudduna mína eru Xtreme …
„Aðrar vörur sem eru ómissandi í snyrtibudduna mína eru Xtreme Precision Liner frá Benefit, Backstage Face and Body farðinn frá Dior, Beautiful Skin Sun-Kissed Glow sólarpúðrið frá Charlotte Tilbury, 24-hour Brow Setter gelið frá Benefit og ljómastifti frá Nilens Jord.“

Reynir að lifa og njóta í núinu

Það er óhætt að segja að Sigurveig sé með einstakt auga fyrir förðun og hári, enda vegnar henni afar vel í starfinu. Framundan hjá henni eru margvísleg spennandi verkefni fyrir kúnna sem hún vinnur reglulega fyrir. „Það er þó hluti af bransanum að vita ekki nákvæmlega hvaða stóru verkefni bíða manns handan við hornið,“ segir Sigurveig sem er spennt fyrir því að halda áfram að byggja upp fyrirtækið sitt, rækta tengsl við góða kúnna og mynda ný sambönd. 

„Þó ég reyni að lifa í núinu og njóta þess að fá skemmtileg tækifæri í vinnunni þykir mér mikilvægt að skipuleggja hvernig ég næ næstu markmiðum mínum. Ég stefni á að kanna ýmsa möguleika á verkefnum utan Danmerkur og hlakka mikið til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Sigurveig. 

mbl.is