Ása Steinars gisti í draumavillu á Balí

Gisting | 21. desember 2022

Ása Steinars gisti í draumavillu á Balí

Ferðaljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir hefur verið á ferðalagi um eyjuna Balí í Indónesíu síðustu tvo mánuði ásamt eiginmanni sínum, Leo Alsved, og syni þeirra, Atlasi. Ása virðist afar hrifin af Balí og hefur verið dugleg að deila undurfögrum myndum og myndskeiðum frá ferðinni eins og henni einni er lagið.

Ása Steinars gisti í draumavillu á Balí

Gisting | 21. desember 2022

Ferðaljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir hefur verið á ferðalagi um eyjuna Balí …
Ferðaljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir hefur verið á ferðalagi um eyjuna Balí síðustu vikur. Samsett mynd

Ferðaljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir hefur verið á ferðalagi um eyjuna Balí í Indónesíu síðustu tvo mánuði ásamt eiginmanni sínum, Leo Alsved, og syni þeirra, Atlasi. Ása virðist afar hrifin af Balí og hefur verið dugleg að deila undurfögrum myndum og myndskeiðum frá ferðinni eins og henni einni er lagið.

Ferðaljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir hefur verið á ferðalagi um eyjuna Balí í Indónesíu síðustu tvo mánuði ásamt eiginmanni sínum, Leo Alsved, og syni þeirra, Atlasi. Ása virðist afar hrifin af Balí og hefur verið dugleg að deila undurfögrum myndum og myndskeiðum frá ferðinni eins og henni einni er lagið.

Fjölskyldan gisti meðal annars í villunni Magic Hills sem er draumi líkust, umvafin frumskógi og stórbrotinni náttúru. 

„Þetta var þörf pása, bæði andlega og líkamlega“

„Ég átti yndislega dvöl með fjölskyldunni í Magic Hills. Mánuðirnir okkar tveir á Balí eru senn á enda. Þetta var þörf pása, bæði andlega og líkamlega,“ skrifar Ása á Instagram, en fjölskyldan hefur notið þess að vera í góðri rútínu, slakað á, hreyft sig og borðað góðan og hollan mat. 

Hönnun Magic Hills vekur sannarlega athygli, en hún er byggð úr bambus og er mikið opin, sem gefur gestum tækifæri á að njóta stórkostlegrar náttúru sem umlykur húsið. Ása líkir dvölinni í villunni við draum í æsku, en hún naut þess að slaka á í hengirólu og fór í bað fyllt með rósablöðum. 

Draumavilluna er hægt að leigja á Airbnb, en villan rúmar fjóra gesti hverju sinni og státar af tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Nóttin yfir sumartímann í villunni kostar 321 bandaríkjadal, sem gerir rúmar 45 þúsund krónur á gengi dagsins í dag.

Jarðskjálftar, fossar og svartar strendur

Ása segir nokkur líkindi með Balí og Íslandi og nefnir ótal fossa, svartar strendur og eldfjöll. „Við höfum meira að segja fengið nóg af jarðskjálftum hér undanfarna daga, sem minnir mig á skjálftana á Íslandi,“ skrifaði hún við færslu um Balí.

Þá segir hún það hafa verið ansi hressandi að fá að njóta náttúrunnar án þess að vera með frosnar tær, en fjölskyldan býr sig nú undir ferðalag heim á klakann þar sem veturinn mun taka hressilega á móti þeim. 

mbl.is