Pálmi býður alla velkomna til Toskana

Ítalía | 18. júní 2023

Pálmi býður alla velkomna til Toskana

Í bænum Bagni di Lucca er að finna hótelið Boutique Hotel Corona sem frá árinu 2020 hefur verið í eigu Pálma Sigmarssonar og tveggja félaga hans, Gylfa Sigfússonar og Þóris Jóhannssonar.

Pálmi býður alla velkomna til Toskana

Ítalía | 18. júní 2023

Þetta er sannkölluð gisting í sveitasælu.
Þetta er sannkölluð gisting í sveitasælu. Samsett mynd

Í bænum Bagni di Lucca er að finna hótelið Boutique Hotel Corona sem frá árinu 2020 hefur verið í eigu Pálma Sigmarssonar og tveggja félaga hans, Gylfa Sigfússonar og Þóris Jóhannssonar.

Í bænum Bagni di Lucca er að finna hótelið Boutique Hotel Corona sem frá árinu 2020 hefur verið í eigu Pálma Sigmarssonar og tveggja félaga hans, Gylfa Sigfússonar og Þóris Jóhannssonar.

Pálmi, sem er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, hefur komið sér vel fyrir á Ítalíu. Hann býr í hinu hrífandi Toskana-héraði og rekur þar tvo ólíka en fallega gististaði, Boutique Hotel Corona og villuna Colletto, sem er að finna í Lucca. „Ég finn fyrir miklum áhuga Íslendinga í að fjárfesta á Ítalíu, í villunni, fasteignum, hótelinu, væntanlegri vínekru og öðru sem við erum að skoða,“ segir hann.

Villa í fjöllunum

Pálmi keypti ítölsku 19. aldar villuna árið 2016 og byrjaði að taka á móti ferðafólki í apríl sama ár. „Reksturinn hefur gengið mjög vel og í kringum 70% gesta eru Ítalir en Íslendingar eru í sókn,“ segir hann. 

„Við erum í samstarfi við íslenskar ferðaskrifstofur, bæði T.A. Sport Travel og Heimsferðir og erum að bjóða upp á hressandi útivistarferðir tengdar matar-og vínupplifunum ásamt tónleikaferðum. Í júlímánuði verður í boði einstök vikuferð en þá verður flogið til Bologna, ferðast um Toskana-hérað og endað á tónleikum með hinum einstaka Andrea Boccelli í Lajatico. Það verður algjörlega ómissandi upplifun,“ segir Pálmi. 

Colletto-villan er í rúmlega klukkustundar akstursfjralægð frá Flórens og keyrt er inn í sannkallaða sveitasælu enda er þar að finna margar fallegar náttúruperlur og ótal leiðir til að njóta einstakrar náttúru. „Colletto er villa í fjöllunum með frábært útsýni til allra átta og úrvalsþjónustu fyrir fólk sem vill vera út af fyrir sig og njóta náttúrunnar.“

Pálmi er sannkallaður áhugamaður um menningu, fágaða matargerð og gott vín og þykir því hvergi betra að vera en á Ítalíu enda er landið þekkt fyrir ríka sögu sem og matar- og vínmenningu. „Ég hef alltaf verið áhugamaður um mat og vín og hef safnað vínum í yfir 25 ár. Ég rek einnig vínklúbb Colletto en hann telur 1500 meðlimi,“ segir Pálmi. 

Umhverfið í kringum Colleto-villuna er í einu orði sagt hrífandi.
Umhverfið í kringum Colleto-villuna er í einu orði sagt hrífandi. Ljósmynd/Pálmi Sigmarsson

Nýtt hótel – ný tækifæri

Bagni di Lucca var einn vinsælasti áfangastaður Evrópu á 19. öld en þar var fyrsta spilavítið í Evrópu og frægar heitar lindir. Á þeim tíma var einnig að finna yfir 40 hótel á svæðinu. Pálmi vill reisa Bagni di Lucca til sinnar fornu frægðar enda mjög fallegur bær með óteljandi tækifæri. 

„Við tókum yfir rekstri Boutique Hotel Corona árið 2020 og það hefur allt gengið vel, sérstaklega núna þegar við erum komin yfir stærsta hjallann er snýr að ferðatakmörkunum og sóttvarnarkröfum vegna kórónuveirunnar. Hér eru miklir vaxtarmöguleikar og margt framundan. Tveir góðir einstaklingar, Gylfi Sigfússon og Þórir Jóhannsson hafa þegar fjárfest í þessu ævintýri og þeirri framtíð sem ég er að vinna í að byggja upp,“ útskýrir Pálmi, spenntur fyrir framhaldinu. 

Hótelið er staðsett á einu besta svæði í Evrópu fyrir útivist og hreyfingu. „Hótelið er fyrir fólk sem hefur áhuga á útivist en vill einnig gera vel við sig í mat og drykk. Hótelið er við ánna Lima og með mjög fallegt útisvæði þar sem er hægt að borða frábæran mat með útsýni yfir ánna. Við erum með 16 herbergi og þar af sjö glæsilegar svítur og hér er hreint unaðslega að koma og vera. Í bænum eru einnig nokkur góð baðhús enda heitar uppsprettur víða,“ segir Pálmi. 

Frá Lucca er stutt að fara í hressandi borgarferðir til Flórens, Lucca Pisa eða Cinque Terre en einnig er hægt að skjótast á ströndina í Viareggio og eiga dásamlegan dag, svamlandi í sjónum.

Hótelið í Bagni di Lucca.
Hótelið í Bagni di Lucca. Ljósmynd/Pálmi Sigmarsson

Eini „fine-dining“ veitingastaðurinn á svæðinu

Veitingastaðurinn La Corona er að ryðja nýjar brautir í bænum Bagni di Lucca en staðurinn er eini „fine-dining“ veitingastaðurinn á svæðinu. Pálmi er í skýjunum yfir frábærum viðtökum og segja fimm stjörnu umsagnir matargesta á Tripadvisor allt sem segja þarf. „Ef þú ert að leita að frábærri matarupplifun þá er hún á La Corona, góður matur á fallegum stað.“ 

Pálmi fær reglulega til sín íslenska matreiðslumeistara sem að töfra fram hina ótrúlegustu rétti úr ýmsum hráefnum og má því segja að ítalski veitingastaðurinn sé undir íslenskum áhrifum. „Við höfum alltaf fengið til okkar íslenska gestakokka og núna í júní og júlí verður hjá okkur frábær kokkur, Bjarni Gunnar Kristinsson,“ segir hann. 

Bjarni Gunnar er þaulreyndur og margverðlaunaður yfirmatreiðslumaður og var meðal annars formaður íslenska kokkalandsliðsins þegar þeir unnu til gullverðlauna fyrir nokkrum árum. Sem áhugamaður um vín þá sér Pálmi sjálfur um vínlistann og parar réttina á La Corona með dásamlegum ítölskum vínum. Matseðillinn inniheldur meðal annars Fiorentina steik og trufflupasta. 

Málsverður við ánna Lima.
Málsverður við ánna Lima. Ljósmynd/Pálmi Sigmarsson

Spennandi tímar framundan

Pálmi horfir spenntur til sumarsins og býst við ævintýralegu og björtu áframhaldi. „Núna nýverið gerði fyrirtæki Yamaha bæinn Bagni di Lucca að „Destination Yamaha“ sem er óneitanlegu mikil auglýsing fyrir svæðið og mun fyrirtækið senda þúsundir manna hingað til að upplifa ævintýri tengd hinum ýmsu Yamaha-vörum, fjórhjólum, mótorhjólum, sæþotum og fleiru,“ segir Pálmi. 

Það verður nóg um að vera á Colleto og Boutique Hotel Corona í sumar og mun Pálmi því hafa í mörgu að snúast. „Já, ég er spenntur fyrir sumrinu, það er heljarinnar ferðasumar framundan. Við eigum von á hópferðum, fyrirtækjahvataferðum, verðum með níu brúðkaup og fjöldann allan af stórafmælum. Útlitið er mjög gott enda eru Ítalir yndislegt fólk,“ segir Pálmi, alsæll.

mbl.is