Dreymir þig um að gifta þig erlendis?

Brúðkaup | 30. apríl 2023

Dreymir þig um að gifta þig erlendis?

Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar brúðkaup er skipulagt, en það fyrsta sem þarf líklega að ákveða er hvort brúðkaupið eigi að vera hér heima á Íslandi eða í sólinni erlendis.

Dreymir þig um að gifta þig erlendis?

Brúðkaup | 30. apríl 2023

Það er draumur margra að ganga í það heilaga erlendis.
Það er draumur margra að ganga í það heilaga erlendis. Samsett mynd

Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar brúðkaup er skipulagt, en það fyrsta sem þarf líklega að ákveða er hvort brúðkaupið eigi að vera hér heima á Íslandi eða í sólinni erlendis.

Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar brúðkaup er skipulagt, en það fyrsta sem þarf líklega að ákveða er hvort brúðkaupið eigi að vera hér heima á Íslandi eða í sólinni erlendis.

Eftir heimsfaraldurinn hafa minni athafnir erlendis notið aukinna vinsælda að því er fram kemur á ferðavef Condé Nast Traveller. Það er algengt að brúðhjón leigi út hótel erlendis og njóti þess að vera í hlýju veðri á brúðkaupsdaginn, en það sem sumir vita hins vegar ekki er að það er hægt að leigja út hús á Airbnb fyrir brúðkaupið, og sum þeirra bjóða jafnvel upp á sérstaka brúðkaupsþjónustu.

Ferðavefurinn tók saman sex töfrandi villur sem eru fullkomnar fyrir brúðkaup.

Toskana, Ítalíu

Í hjarta Toskana-héraðs á Ítalíu er að finna töfrandi villu frá 18. öld sem er fullkomin fyrir hvaða viðburð sem er, og ekki síst brúðkaup. Umhverfis eignina er guðdómlegur garður sem getur hýst allt að 100 manns. 

Eignin státar af níu svefnherbergjum og níu baðherbergjum, en þar er svefnpláss fyrir allt að 20 gesti hverju sinni. Þar að auki eru nokkrir salir, bókasafn, vínherbergi og sundlaug í villunni sem er á þremur hæðum.

Nóttin í villunni kostar um 2.528 bandaríkjadali, eða sem nemur …
Nóttin í villunni kostar um 2.528 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmlega 345 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Ljósmynd/Airbnb.com

Íbíza, Spáni

Á Íbíza finnur þú glæsilega villu sem ber heitið Hvíta Perlan, en hún er staðsett í aðeins 10 mínútna fjarlægð frá líflegum miðbænum. Eignin er alls 400 fm að stærð og býður gestum sínum upp á stórkostlegt útsýni yfir sjóinn. 

Alls eru sex svefnherbergi og fimm baðherbergi í villunni sem er með svefnpláss fyrir allt að 14 gesti hverju sinni. Nóttin í villunni kostar 2.015 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 275 þúsund krónum.

Sólsetrin eru sérstaklega falleg frá villunni, enda glæsilegt sjávarútsýni frá …
Sólsetrin eru sérstaklega falleg frá villunni, enda glæsilegt sjávarútsýni frá sundlauginni. Ljósmynd/Airbnb.com

Krít, Grikklandi

Þessi sjarmerandi villa er staðsett á Krít, Grikklandi. Eignin er stílhrein og státar af níu svefnherbergjum og níu baðherbergjum, en þar er svefnpláss fyrir yfir 16 gesti.

Það er hins vegar útisvæðið sem setur punktinn yfir i-ið í þessari villu, en þar er upphækkuð verönd með útsýni yfir sundlaugina og Miðjarðarhafið. Þá er einnig sjarmerandi kirkja á lóðinni sem gerir staðinn tilvalinn fyrir brúðkaup.

Nóttin í villunni kostar um 2.528 bandaríkjadali sem gera rúmlega …
Nóttin í villunni kostar um 2.528 bandaríkjadali sem gera rúmlega 345 þúsund krónur. Ljósmynd/Airbnb.com

Ferndale, Kaliforníu

Í Ferndale í Kaliforníu-fylki er að finna sjarmerandi hlöðu sem breytt hefur verið í einstakan áfangastað. Umhverfis hlöðuna er mikil náttúrufegurð, en staðsetningin er fullkomin fyrir náttúruunnendur sem vilja njóta dagsins í botn.

Hlaðan er ekki stór og því ekki gistipláss fyrir gesti, en þar er hins vegar eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi fyrir brúðhjónin. Nóttin kostar um 190 bandaríkjadali, eða tæplega 26 þúsund krónur.

Veröndin sem umlykur hlöðuna er fullkomin fyrir brúðkaupsveislu.
Veröndin sem umlykur hlöðuna er fullkomin fyrir brúðkaupsveislu. Ljósmynd/Airbnb.com

Montevarchi, Ítalíu

Í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Flórens er að finna heillandi gamalt steinhús umkringt skúlptúrum, sundlaugum og ólífutrjám. Alls eru sjö svefnherbergi og fimm baðherbergi í villunni sem er með svefnpláss fyrir allt að 26 gesti hverju sinni. 

Nóttin í villunni kostar um 1.643 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmlega 224 þúsund krónum.

Það vantar ekki upp á gróðursældina umhverfis villuna.
Það vantar ekki upp á gróðursældina umhverfis villuna. Ljósmynd/Airbnb.com

New York, Bandaríkjunum

Í Coxsackie í New York er að finna heillandi villu frá 18. öld. Eignin er umvafin fallegum gróðri og státar af fimm svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Þar er svefnpláss fyrir allt að 14 gesti hverju sinni.

Það er ekki erfitt að töfra fram hið fullkomna brúðkaup í villunni, enda mikil náttúrufegurð allt í kring. 

Nóttin í villunni kostar 1.600 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmlega …
Nóttin í villunni kostar 1.600 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmlega 218 þúsund krónum. Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is